Lög NME

Lög NME

 1. Almenn ákvæði

1.1         Félagið heitir Nemendafélag Menntaskólans á Egilsstöðum og er skammstafað NME.

1.2         Varnarþing þess er í Egilsstaðabæ, Suður-Múlasýslu.

1.3         Allir sem stunda reglulegt nám í Menntaskólanum á Egilsstöðum geta verið félagar í NME og greiða þeir félagsgjald eins og lög um framhaldsskóla kveða á um hverju sinni. Félagsgjöld skulu ákveðin á aðalfundi að vori sbr. kafla XX. Þeir sem ekki greiða félagsgjöld til NME hafa afsalað sér rétti á fríðindum sem og afsláttum og ferðum á vegum undirfélaga/klúbba þess.

1.4         Tilgangur félagsins er að halda uppi og efla fjölbreytta félagsstarfsemi í skólanum með virkri þáttöku nemenda. Félagið skal efla samheldni félagsmanna sinna og félagsþroska.

1.5         Félagið skal gæta hagsmuna félagsmanna sinna gagnvart skólayfirvöldum og ráðuneyti og leitast við að virkja nemendur til baráttu fyrir hagsmunum sínum. Nemendaráð skal hafa þetta að leiðarljósi í starfi sínu.

1.6         Skráðir meðlimir NME fá ekki greitt í peningum fyrir hvers konar störf sem tengjast eða eru í þágu NME. Undanþága er þó gerð í dyravarðastörfum.

 1. Nemendaráð

2.1         Nemendaráð skipa 11 einstaklingar: Formaður, varaformaður, fjármálastjóri, meðstjórnandi, skemmtanastjóri, ritstjóri skólablaðsins og formenn stærstu félaganna; formaður ÍME, formaður LME, formaður MME, formaður TME ásamt nýnemafulltrúa.

2.2         Formaður, varaformaður, fjármálastjóri, meðstjórnandi og skemmtanastjóri mynda framkvæmdastjórn sem fer með daglegan rekstur félagsins og má taka skammtíma ákvarðanir í samvinnu við aðra meðlimi nemendaráðsins.

2.3         Nemendaráðið skal gæta þess að lögum félagsins sé framfylgt, þá skal það miðla upplýsingum til félagsmanna sinna um þær ákvarðanir sem það tekur, svo fremi að eigi sé um trúnaðarmál að ræða.

2.4         Ráðið skal halda fundi oft sem þurfa þykir, þó að lágmarki vikulega. Formaðurinn skal semja dagskrá fyrir fundi ráðsins og má hann leita til framkvæmdarstjórnar með það. Fundur telst aðeins gildur ef meirihluti nemendaráðs situr fundinn.

III. Störf innan nemendaráðsins

3.1         Formaður nemendaráðs:
a) Kallar saman nemendaráð og miðstjórn og stjórnar fundum.
b) Er fulltrúi og svaramaður nemenda út á við og gagnvart yfirvöldum skólans.
c) Hefur úrslitaatkvæði á fundum nemendaráðs, lendi atkvæði á jöfnu.
d) Er skólaráðsfulltrúi og aðalfulltrúi nemenda í skólanefnd.
f) Ætlast er til þess við skólayfirvöld að þau veiti honum leyfi til fjarvista úr kennslu eins og embættið krefst. Einnig er til þess mælst við skólayfirvöld að þau veiti honum allt að 5 einingar á önn vegna krefjandi starfa á vegum NME. Formaður ákvarðar í samráði við skólastjórn og formenn undirfélaga einingafjölda fyrir störf á vegum NME.

3.2         Varaformaður nemendaráðs:
a) Er ritari á fundum.
b) Skal sjá um skráningu allra funda. Fundargerð hvers fundar skal birta eigi síðar en degi eftir að fundur fer fram, þar sem allir meðlimir nemendaráðsins geta nálgast hana. Auk þess skal hann halda annál yfir atburði skólalífsins. Þessu skal hann koma til varðveislu á bókasafni skólans ásamt því að varðveita þetta á rafrænu formi.
c) Skal sjá um varðveislu allra innsendra bréfa og annars konar skilaboða og ber ábyrgð á að þeim sé svarað.
d) Varaformaður skal sjá til þess að allar fundargerðir ársins verði varðveittar á rafrænu formi.
e) Liggi svo við að formaður láti af störfum á haustönn er varaformaður sjálfkjörinn formaður. Biðjist hann undan skal efla til kosninga í varaformannsembættið.

3.3         Fjármálastjóri nemendaráðs:
a) Hefur yfirumsjón með fjármálum félagsins í samvinnu við fjármálastjóra skólans.
b) Er ábyrgðarmaður fyrir korti nemendafélagsins og skal sjá til þess að öllum nótum sé skilað inn.
b) Hefur rétt til þess að skoða fjárhag klúbba telji hann þörf á. Þá er gjaldkerum klúbba skylt að veita fjármálastjóra ráðsins aðgang að öllum gögnum varðandi reikningshald.
c) Fjármálastjóri skal sjá til þess að allir reikningar séu gerðir upp og skal hann gera yfirlit yfir árið og verja það á aðalfundi að vori.
d) Gott er að hann hafi lokið áfanga í tölfræði.

3.4         Meðstjórnandi nemendaráðs:

 1. a) Skal vera tilbúinn að ganga í öll tilfallandi verk innan nemendaráðsins.
 2. b) Er ábyrgur fyrir nemendakortunum.
 3. b) Sér um allar auglýsingar sem koma frá nemendaráðinu.
 4. c) Sér um að halda samskiptamiðlum nemendaráðsins gangandi, þar á meðal heimasíðu félagsins.

3.5         Skemmtanastjóri nemendaráðs:
a) Skal sjá um skemmtanahald, þ.e.a.s. skipulag og framkvæmd í samstarfi við klúbba, nefndir og framkvæmdastjórn félagsins.
b) Hefur yfirumsjón með öllum dansleikjum skólans sem og skemmti- og skreytinefnd árshátíðar.
c) Er ábyrgur fyrir skemmtikröftum, skemmtanaleyfum, húsnæðismálum, dyravörðum og þess háttar á skemmtunum nemendafélagsins.
d) Ef ósamræði kemur upp í skipulagningu á skemmtunum NME hafa Formaður, Skemmtanastjóri og Fjármálastjóri úrslita atkvæði á milli sín.
e) Skal halda aðalfund fyrir skemmtinefnd í byrjun hvers skólaárs og skipa þar nefnd ef áhugi liggur fyrir.

 • Ritstjóri skólablaðsins situr í nemendaráði en um starf hans er fjallað í kafla IX.
 • Formaður íþróttafélagsins situr í nemendaráði en um starf hans er fjallað í kafla
 • Formaður málfundafélagsins situr í nemendaráði en um starf hans er fjallað í kafla X.
 • Formaður leikfélagsins situr í nemendaráði en um starf hans er fjallað í kafla XI.
 • Formaður tónlistarfélagsins situr í nemendaráði en um starf hans er fjallað í kafla XII.

3.11      Nýnemafulltrúi
a) Er kosinn af nýnemum á haustönn og skal gæta hagsmuna nýnema í skólanum og hlusta á raddir þeirra.
b) Hann skal sæta sérstakri vígslu inn í nemendaráðið til þess að sýna að hann sé starfsins verðugur.

III. Eignir félagsins, eignavarsla

3.1         Nemendaráð sér um eigna- og tækjavörslu í samráði við klúbba.

 1. Önnur embætti félagsins

4.1         Nemendaráð skal skipa:

 1. a) Þrjá fulltrúa í lagabreytingarnefnd.
 2. b) Annan fulltrúa nemenda í skólanefnd, hinn er formaður í samræmi við grein 3.1 lið d)

  c) Fulltrúa nemenda í skólaráð, hinn er formaður í samræmi við grein 3.1 lið d)

 3. Aðalfundur, nemendafundir

5.1         Aðalfundur er æðsta vald félagsins og skal hann haldinn einu sinni á kjörtímabili stjórnar, eigi fyrr en 3 vikum fyrir seinasta kennsludag. Skal fráfarandi stjórn leitast við að aðstoða hina nýkjörnu stjórn í starfi ef hún óskar þess.

5.2         Helstu aðalfundarstörf að vori eru:

 1. a) Kosning fundarstjóra og ritara.
 2. c) Skýrsla stjórnar.

  d) Umræður og kosningar um nemendafélagsgjöld á komandi vetri sbr. kafla XVII.

5.3         Aðalfund skal auglýsa með minnst viku fyrirvara.

5.5         Nemendaráði er skylt að halda nemendafundi innan þriggja daga ef 1/10 hluti félagsmanna óskar þess.

5.6         Á nemendafundum ræður einfaldur meirihluti úrslitum í öllum málum nema þeim sem varða lagabreytingar sbr. grein 16.4. Fundur telst löglegur ef 5% félagsmanna mætir á hann, ef ekki mætir tilskilinn lágmarksfjöldi skal fundi frestað um minnst þrjá daga og nemendaráði falið að boða fundinn.

5.7         Ef óánægja er með samþykkt fundarins getur 1/4 hluti félagsmanna farið fram á allsherjaratkvæðagreiðslu um tiltekna samþykkt fundarins og skal atkvæðigreiðslan vera leynileg. Krafan um atkvæðagreiðslu verður að hafa borist fundarstjóra innan 3 daga frá fundarslitum. Um aðalfundi og nemendafundi gilda að öðru leyti almenn fundarsköp.

 1. Kosningar

6.1         Aðalkosningar að vori skulu fara fram eigi síðar en 15 kennsludögum fyrir próf á vorönn sbr. grein 6.7. Um aðalkosningar að vori sér kjörstjórn sbr. kafla VIII, en um aðrar kosningar sér nemendaráð, nema annað sé ákveðið á almennum nemendafundi.

6.2         Í aðalkosningum að vori er kosið á milli einstaklinga og skal hver frambjóðandi hafa hvorki meira né minna en 20 meðmælendur innan nemendafélagsins. Listum með nöfnum og kennitölu meðmælanda skal skila til kjörstjórnar áður en framboðsfrestur rennur út og teljast þá framboð vera lögleg. Allar kosningar eru leynilegar. Áróður á kjörstað er með öllu óheimill.

6.3         Allir félagar í NME hafa jafnan kosningarétt og kjörgengi í aðalkosningum að vori og aukakosningum í laus embætti.

6.4         Framboðum til aðalkosninga að vori skal skila til kjörstjórnar fyrir kl. 15:50 tveimur dögum fyrir framboðsfund.

Kjörstjórn skal innan sólarhrings eftir að framboðsfrestur rennur út birta lista yfir frambjóðendur. Um aðrar kosningar gilda þær reglur að framboðum skuli skila minnst einum degi fyrir framboðsfund.

6.5         Ef embættismaður getur ekki sinnt störfum og biðst lausnar skal nemendaráð skipa annan í hans stað þar til næstu kosningar hafa farið fram.

6.6         Aðalkosningar fara fram að vori, ekki síðar en viku fyrir seinasta kennsludag. Úrslit skulu birt á vorgleði. Þá er kosið í eftirfarandi embætti:

 1. a) Formann nemendaráðs
 2. b) Ritara nemendaráðs (varaformann)

  c) Fjármálastjóra nemendaráðs. Hann skal hafa lokið áfanga í tölfræði og/eða hafa þekkingu á excel. Gera má undartekningu ef þörf krefst.

 3. d) Ritstjóra skólablaðs
 4. e) Skemmtanastjóra

  f) Meðstjórnanda
 5. g) Formann ÍME
 6. h) Formann LME
 7. i) Formann MME
 8. j) Formann TME

6.7         Ef eitthvað af þeim embættum sem getið er í grein 6.6 losnar, skal nemendaráð boða til kosninga í það embætti hið fyrsta, að undanskildum embættum g) til j) í grein 6.7. Í þeim embættum skal varaformaður sem kosinn er á aðalfundi viðkomandi félagsi taka við sé hann til staðar. Ef svo liggur ekki við skal boða til kosninga.

6.8         Fulltrúi nýnema og SÍF-ari eru kosnir í kosningum að hausti og skulu þær kosningar fara fram eigi síðar en tveimur vikum eftir að skóli hefst.

6.9         Ef aðeins eitt framboð kemur fram er frambjóðandi sjálfkjörinn ef hann hlýtur meira en 1/2 greiddra atkvæða. Hljóti frambjóðandi minna en 1/2 greiddra atkvæða skal kjörstjórn boða til aukakosninga sem skulu fara fram eins fljótt og auðið er. Framboðsfrestur vegna þessara kosninga rennur út 3 dögum fyrir þær. Úrslit úr þessum kosningum teljast vera endanleg.

6.10      Ef ekki fást framboð í öll embætti er nemendaráði heimilt að skipa menn í þau störf með samþykki viðkomandi.

6.11      Kjörtímabil hvers embættismanns er eitt ár frá kosningu. Endurkjör er heimilt.

VII. Klúbbar og félög innan NME

7.1         Öllum meðlimum NME er frjálst að stofna klúbba og félög undir NME og eru þeir eindregið hvattir til þess.

7.2         Innan hvers klúbbs skulu meðlimir skipa fulltrúa klúbbsins sem er þá svaramaður hans gagnvart nemendaráði.

7.3         Nemendaráð skal halda fundi í byrjun hverrar annar með fulltrúum klúbbanna, þar sem starfsemi þeirra er kynnt. Ætlast er til þess af nýnemum að þeir sæki kynningarfundi þessa.

7.4         Forsvarsmenn klúbba skulu leita til fjármálastjóra NME til að fá fjárveitingar fyrir stökum útgjaldaliðum.

7.5         Félög innan NME eru sjö. Íþróttafélag ME (ÍME), Leikfélag ME (LME), Tónlistarfélag ME (TME), Málfundarfélag ME (MME), Femínistafélag ME (FeME), Bindismannafélag (BME), Hinseginfélag ME (Kindsegin-HME)

7.6         Þessi félög hafa sérstakan fjárhag og eru styrkt úr nemendasjóði gegn því að þau skili inn fjárhagsáætlun.

7.7         Klúbbum NME er skylt að fjármagna starfsemi sína eftir fremsta megni og skal það renna í sjóð klúbbsins.

7.8         Til samræmingar á starfi nefnda og ráða innan NME og til að fyrirbyggja árekstra milli þeirra skal vera starfrækt miðstjórn innan félagsins, í henni skulu eiga sæti, auk nemendaráðs, fulltrúar hinna ýmsu ráða og nefnda innan NME. Miðstjórn skal halda fund í byrjun hverrar spannar.

VIII. Bindindismannafélagið
8.1 Nafn: Bindindismannafélag Menntaskólans á Egilsstöðum
8.2 Markmið félagsins er að sporna við ótímabærri og óhóflegri áfengis-, tóbaks- og fíkniefna neyslu nemenda skólans, og forða þar með ungmennum frá því að eyða lífinu við altari Bakkusar, þar sem villuljósin loga og falsvitar brenna. Þar að auki standa fyrir fræðslu.

 • Inntaka félagsmeðlima, skyldur og réttindi

8.3.1 Einstaklingur sem hyggst verða fullgildur meðlimur í BME* þarf að uppfylla eftirfarandi kröfur:

 • Neyta ekki tóbaks, áfengis eða fíkniefna.
 • Ef á að koma úr afeitrun, þarf einstaklingur að hafa verið allsgáður í að minnsta kosti einn tunglsgang.

8.3.2 Ef meðlimur neytir tóbaks, áfengis eða vímuefni þá er hann tafarlaust vikið úr félaginu.
8.3.3 Ef fyrrverandi meðlimur hyggst ganga aftur á gæfu vegi og ganga í félagið á ný þarf hann að bíða í hálft ár frá brottrekstri.

 • Skyldur félagsmanna
  4.1 Að framfylgja þeim kröfum sem þarf til að ganga inn í félagið. Einnig þurfa meðlimir BME að vera edrú á öllum skóladansleikjum og fara í edrú pottinn.
 • Fundir

8.5.1 Aðalfundur BME þarf að vera haldinn á fyrstu spönn hvers skólaárs.
8.5.2 Á aðalfundum skal kjósa nýja stjórn og fara yfir lagabreytingar

8.5.3 Fundir annan hvern mánuð
8.5.4 Stjórn fundar einu sinni í mánuði (stjórnin fundar einu sinni sér og einu sinni með félaginu á tveggja mánuða skeiði)

 • Stjórn
  6.1 Stjórnin skal skipa í embætti: formann, varaformann, fræðslufulltrúa, vímuefnabana og skjalavörð/gjaldkera.
  8.6.2 Skylda formanns er að sjá um fundi, fundardagskrá og fundarstjórn, sjá um opinber störf félagsins og brottrekstur félagsmeðlima.
  8.6.3 Skylda varaformanns er að vera ritari og ganga í störf formanns ef hann er frá.

8.6.6Skylda skjalavarðar/gjaldkera er að sjá um allt bókhald tengt félaginu t.d. fjárhag, skjalageymslu og fl.

8.7 Lagabreytingar
8.7.1 Lagabreytingar þurfa að eiga sér stað og koma fram á fundum
8.7.2 Lagabreytingar byrja sem frumvörp á fundi, breytingin rökrædd og síðan kosið.
8.7.3 Lagabreytingin þarf að hljóta meirihluta atkvæða. Formaður sker út úr ef kosning kemur út á jöfnu.

 1. Ritnefnd.

9.1         Í ritnefnd situr ritstjóri ásamt 4-6 öðrum meðstjórnendum sem kosnir eru á aðalfundi félagsins að hausti. Ritstjóri situr jafnframt í nemendaráði.

9.2         Ritstjóri ákveður hvaða embætti eru í ritnefndinni hverju sinni en á meðal þeirra skulu vera gjaldkeri, auglýsingastjóri, greinastjóri og uppsetningarstjóri.

9.3         Skólablaðið Ókindin skal gefið út a.m.k. einu sinni á skólaári.

9.4         Öllum félagsmönnum NME er heimilt að rita í blaðið en ritstjóri hefur þó heimild til að hafna þeim greinum sem hann sér ekki ástæðu til að birta.

9.5         Ritstjórn skal afhenda varaformanni NME að minnsta kosti þrjú eintök af hverri útgáfu blaðsins til varðveislu.

9.6         Ávallt skal leitast við að hafa efni blaðsins sem fjölbreyttast.

9.7         Ritstjóri er ábyrgðarmaður blaðanna gagnvart dómstólum. Ritnefndin skiptir að öðru leyti með sér verkum, ákveður efni blaðanna og ber ábyrgð á að þau komi út á réttum tíma.

9.8         Ritnefnd skal setja sér siðareglur og leitast við að vera góð fyrirmynd fyrir nemendafélagið út á við.

 1. Málfundafélagið (skammstafað MME)

Formaður málfundafélags NME er kosinn í aðalkosningum nemendafélagsins að vori. Skipa skal þriggja til fimm manna stjórn á aðalfundi félagsins að hausti ef áhugi er fyrir höndum. Starf MME skal fólgið í því að vekja áhuga félagsmanna nemendafélagsins á MORFÍs og Gettu Betur og sjá til þess að lið skólans séu skipuð. Formaður MME skal starfa með liðsmönnum ræðuliðs og Gettu Betur liðs skólans og öðrum Málfundafélagsmönnum ef áhugi er fyrir. Málfundafélagið skal standa fyrir ræðunámskeiði og innanskóla spurningakeppni sem nefnist ME-svar ásamt því að standa fyrir málfundi a.m.k. einu sinni á skólaári.

 1. Leikfélagið (skammstafað LME)

6.1         Formaður leikfélags NME er kosinn í aðalkosningum nemendafélagsins að vori.

6.2         LME skal standa fyrir að minnsta kosti einni leiksýningu á skólaári.

6.3        Formaður LME skal halda aðalfund að hausti fyrir alla þá sem hafa áhuga á að taka þátt í starfi LME. Þar skal kosin 3 -5 manna stjórn sem kemur að öllu starfi LME og þá sérstaklega leikritinu.

6.4         Formaður LME skal standa fyrir leiklistarnámskeiði ef að næg þáttaka og áhugi er fyrir því.

6.5         Samningur við leikstjóra og vegna leigu húsnæðis skal vera gerður í samráði formanns LME og skólameistara.

XII. Tónlistarfélagið (skammstafað TME)
7.1         Formaður tónlistafélags NME er kosinn í aðalkosningum nemendafélagsins að vori.
7.2      Hann skal sjá til þess að Barkinn verði haldinn og góðgerðartónleikar þar að auki.

 

7.2         Formaður TME skal halda aðalfund að hausti fyrir alla þá sem hafa áhuga á að taka þátt í starfi TME og skipa 3 -5 manna stjórn sem kemur að öllu starfi TME.

XIII. Íþróttafélagið (skammstafað ÍME)

8.1         Formaður íþróttafélags NME er kosinn í aðalkosningum nemendafélagsins að vori.

8.2        Formaður ÍME skal halda aðalfund ÍME að hausti. Þar skal hann leitast við að vekja áhuga fólks á starfinu og marka útlínur að því hvernig starfinu verður háttað. Ef áhugi er fyrir hendi skal skipuð stjórn.

8.3         Formaður ÍME hefur yfirumsjón yfir íþróttastarfi á vegum NME í skólanum. Hann skipuleggur kvöldtíma í íþróttahúsinu og sér um að halda einn stóran íþróttaviðburð á hverri spönn, t.d. Bæjarinsbestu, sem er keppni milli bæjarfélaga nemenda ME, og Áramót, sem er keppni milli árganga ME. Metamót, keppni milli árganga ME í óhefðbundum íþróttum og leikjum, eru einnig á ábyrgð fulltrúa ÍME.

XIV. Femínistafélagið (skammstafað FeMEn)

Femínistafélag ME skal stuðla að jafnrétti milli kynjanna innan nemendafélagsins. Stjórnarmeðlimir FeME skulu vera fimm talsins hverju sinni, kosnir að hausti á aðalfundi FeME. Þá eru fimm aðilar kosnir í stjórn með lýðræðislegri kosningu aðalfundargesta, svo skal stjórnin sín á milli kjósa í störf formanns og varaformanns. Þá skal skipað í störf ritara, framkvæmdastjóra og meðstjórnanda félagsins af stjórninni. FeME skal halda úti facebook hóp sem vettvang fyrir umræður um jafnréttismál og er skal stjórnin leitast við að hafa virkar umræður þar.

 1. Kjörstjórn

15.1      Í kjörstjórn eiga sæti 3 einstaklingar skipaðir af nemendaráði. Þar af skal vera að minnsta kosti einn fráfarandi aðili úr nemendaráði.

15.2      Fulltrúar í kjörstjórn skulu gæta fyllsta hlutleysis og mega ekki eiga þátt í neinu framboði á einn eða annan hátt.

15.3      Kjörstjórn sér um framkvæmd aðalkosninga að vori. Kjörstjórn sér um að auglýsa kjördag og framboð og að kosningar fari löglega fram. Um aðrar kosningar sér nemendaráð nema annað sé ákveðið.

15.4      Kjörstjórn sér um að taka á móti framboðum.

15.5      Framboðum skal skila til kjörstjórnar tveimur dögum fyrir aðalkosningar. Framboðum vegna annarra kosninga skal skila til nemendaráðs eigi síðar en einum degi fyrir kosningar.

15.6      Kjörstjórn skal halda einn almennan kosningafund með frambjóðendum áður en aðalkosningar hefjast. Hann skal haldinn í sömu viku og aðalkosningar. Fyrir aðrar kosningar skal nemendaráð halda minnst einn kosningafund tveim dögum áður en þær fara fram.

15.7      Kjörstjórn telur atkvæði í aðalkosningum að vori. Úrslit skulu tilkynnt á vorgleði sömu viku og skal nýtt nemendaráð hefja undirbúning en fráfarandi nemendaráð skal starfa út skólaárið. Ef atkvæði falla jöfn skal endurkjósa eftir aukakosningafund. Aukakosningar skulu fara fram 5 dögum eftir kosningar og skulu vera í höndum kjörstjórnar eða nemendaráðs þegar það á við. Falli atkvæði aftur jöfn í aukakosningum skal hlutkesti ráða.

15.8      Frambjóðendum er heimilt að vera viðstaddir talningu atkvæða ef þeir óska eftir því.

XVI. Viðburðir nemendafélagsins

16.1      Fyrir stórhátíðir nemenda skal nemendaráð skipa þriggja til fimm manna nefnd með samþykki viðkomandi a.m.k 4 vikum fyrir hátíðina. Skemmtanastjóri skal vera formaður þessara nefnda. Heimilt er að efna til framboða meðal nemenda ef þörf krefur.

16.2      Böll skulu vera haldin að minnsta kosti 5 sinnum á skólaári.

16.3      Allur ágóði af hátíðum þessum skal renna til nemendafélagsins.

XVII. Nýnemavígsla

17.1      Nýnemavígslan skal haldin fyrir nýnemaball að hausti.

 1. 2 Nemendaráðið skal sjá um skipulagningu hennar.

17.3      Hún skal fara eftir reglum hinnar heilugu kindar (Ovium Sanctarum)

17.4      Hún skal vera háleynileg og ekki má gefa upp hvað fer fram í henni.

 

XVIII. Vorgleði

18.1      Vorgleði skal haldin að vori innan við viku eftir að kosningar fara fram og er hennar markmið að koma félagsmönnum í sumargírinn.

18.2      Nemendaráðið hefur frjálsar hendur við útfærslu hennar.

18.3      Þar skal kynna úrslit nemendaráðskosninga.

XIX. Fríðindi.

19.1      Stjórn NME fær frítt inn á allar skemmtanir innan NME.

19.2      Hinar ýmsu stjórnir og skemmtikraftar fá frítt eða afslætti inn á þær skemmtanir sem haldnar eru á þeirra vegum svo framarlega sem það er hægt.

19.3      Afslættir og frímiðar eru ávalt ákveðnir í samráði við nemendaráðið.

 1. Lagabreytingarnefnd.

20.1      Nemendaráð skipar þrjá fulltrúa í lagabreytingarnefnd. Nefndin endurskoðar lög nemendafélagsins og gerir tillögur til breytinga ef þurfa þykir.

20.2      Lagabreytinganefnd skal kynna tillögur sínar á aðalfundi og eru þar greidd atkvæði um þær.

20.3      Einstaklingar geta einnig flutt lagabreytingartillögur á almennum nemendafundi og/eða aðalfundi.

20.4      Til breytinga á lögum þessum þarf 2/3 greiddra atkvæða, hvort sem um er að ræða aðalkosningar, aðalfund eða almennan nemendafund.

XXI. Félagsgjöld.

21.1      Allir félagar í NME greiða félagsgjöld sem nemendur ákveða á aðalfundi að vori. Á þeim fundi skulu koma fram tillögur frá nemendaráði um upphæð félagsgjalda.

21.2      Nemendaráð skal koma niðurstöðu fundarins til skólastjórnar. Þeim tillögum skal einnig fylgja bráðabirgðauppgjör fyrir þann hluta af skólaárinu sem liðinn er ásamt reikningum seinasta skólaárs.

21.3      Félagsgjöld NME skulu innheimt á sama hátt og önnur skólagjöld.

XXII. Skólanefnd

22.1      Í skólanefnd situr formaður nemendaráðs sem áheyrnarfulltrúi. Hann er fulltrúi nemenda.

22.2      Fulltrúi nemenda í skólanefnd skal leitast við að gæta sameiginlegra hagsmuna nemenda á skólanefndarfundum. Hann skal gera grein fyrir störfum sínum á almennum fundum ef fram á það er farið nema þeim er varða þagnaskyldu sem hann er bundinn af í trúnaðarmálum. Um starfssvið skólanefndar er fjallað í lögum og reglugerðum um framhaldsskóla sem menntamálaráðuneytið setur.

XXIII. Skólaráð

23.1      Í skólaráði sitja fulltrúi nemenda, formaður nemendaráðs og annar fulltrúi skipaður af nemendaráði. Nemendur leiti til þeirra með hin ýmsu mál sín og eru þeir báðir bundnir þagnarskyldu.

23.2      Fulltrúar nemenda í skólaráði skulu gæta sameiginlegra hagsmuna nemenda gagnvart yfirvöldum skólans og gera grein fyrir störfum sínum á nemendafélagsfundum ef fram á það er farið.

XXIV. Vantraust

24.1      Ef meiri hluti stjórnar nemendafélagsins eða ¼ hluti félagsmanna lýsir yfir vantrausti á embættismanni skal formaður NME boða til nemendafundar innan viku. Á þeim fundi skulu forgöngumenn vantrauststillögunnar rökstyðja mál sitt og viðkomandi embættismanni gefinn kostur á að verja sig. Með leynilegri kosningu er síðan ákveðið hvort sá hinn sami verði vikið úr starfi.

 

24.2       Ef vantrausti á formann NME er lýst yfir skal fjármálastjóri sjá um að boða fundinn.

 

24.3      Ef niðurstaða kosninga verður brottrekstur embættismanns skal stjórn NME skipa annan í embættið til næstu kosninga og fara eftir kosningum frá síðasta ári (sá sem var í öðru sæti). Ef embættismaðurinn sem vikið var úr starfi var einn í framboði, skal staðan vera auglýst laus í viku og kosið verður nýjan, með leynilegri kosningu

 

24.4      Ef formanni nemendafélagsins er vikið úr starfi skal varformaður taka við og efnt skal til kosninga um varaformannsembættið fram að næstu aðalkosningum, inna tveggja vikna.

 

 

XXV. Gildi laganna, refsiákvæði og vafaatriði.

25.1      Rísi upp vafaatriði varðandi túlkun laga þessara skal lagabreytingar nefnd skera úr.

25.2      Telji einstakir nemendur að lög þessi séu brotin geta þeir kært til lagabreytingarnefndar, sem kallar þá saman fund þar sem málið er rætt og lagabreytingarnefnd sker úr. Ef kæran beinist gegn einstökum embættismanni skal hún hljóta sömu meðferð og vantraustsyfirlýsing eins og hún bærist frá 1/4 hluta félagsmanna sbr. grein 23.1. Það skal þó aðeins gert ef lagabreytingarnefnd telur ástæðu til.

25.3      Stjórn hefur heimild til að leiðrétta stafsetningar-, málfars-, tilvísunar- og innsláttvarvillur í lögum þessum án þess að bera þær breytingar upp fyrir aðalfund enda breytist ekki merking viðkomandi greina.

 

Samþykkt á aðalfundi 15. maí 2018.

Lög NME

 1. Almenn ákvæði

1.1         Félagið heitir Nemendafélag Menntaskólans á Egilsstöðum og er skammstafað NME.

1.2         Varnarþing þess er í Egilsstaðabæ, Suður-Múlasýslu.

1.3         Allir sem stunda reglulegt nám í Menntaskólanum á Egilsstöðum geta verið félagar í NME og greiða þeir félagsgjald eins og lög um framhaldsskóla kveða á um hverju sinni. Félagsgjöld skulu ákveðin á aðalfundi að vori sbr. kafla XX. Þeir sem ekki greiða félagsgjöld til NME hafa afsalað sér rétti á fríðindum sem og afsláttum og ferðum á vegum undirfélaga/klúbba þess.

1.4         Tilgangur félagsins er að halda uppi og efla fjölbreytta félagsstarfsemi í skólanum með virkri þáttöku nemenda. Félagið skal efla samheldni félagsmanna sinna og félagsþroska.

1.5         Félagið skal gæta hagsmuna félagsmanna sinna gagnvart skólayfirvöldum og ráðuneyti og leitast við að virkja nemendur til baráttu fyrir hagsmunum sínum. Nemendaráð skal hafa þetta að leiðarljósi í starfi sínu.

1.6         Skráðir meðlimir NME fá ekki greitt í peningum fyrir hvers konar störf sem tengjast eða eru í þágu NME. Undanþága er þó gerð í dyravarðastörfum.

 1. Nemendaráð

2.1         Nemendaráð skipa 11 einstaklingar: Formaður, varaformaður, fjármálastjóri, meðstjórnandi, skemmtanastjóri, ritstjóri skólablaðsins og formenn stærstu félaganna; formaður ÍME, formaður LME, formaður MME, formaður TME ásamt nýnemafulltrúa.

2.2         Formaður, varaformaður, fjármálastjóri, meðstjórnandi og skemmtanastjóri mynda framkvæmdastjórn sem fer með daglegan rekstur félagsins og má taka skammtíma ákvarðanir í samvinnu við aðra meðlimi nemendaráðsins.

2.3         Nemendaráðið skal gæta þess að lögum félagsins sé framfylgt, þá skal það miðla upplýsingum til félagsmanna sinna um þær ákvarðanir sem það tekur, svo fremi að eigi sé um trúnaðarmál að ræða.

2.4         Ráðið skal halda fundi oft sem þurfa þykir, þó að lágmarki vikulega. Formaðurinn skal semja dagskrá fyrir fundi ráðsins og má hann leita til framkvæmdarstjórnar með það. Fundur telst aðeins gildur ef meirihluti nemendaráðs situr fundinn.

III. Störf innan nemendaráðsins

3.1         Formaður nemendaráðs:
a) Kallar saman nemendaráð og miðstjórn og stjórnar fundum.
b) Er fulltrúi og svaramaður nemenda út á við og gagnvart yfirvöldum skólans.
c) Hefur úrslitaatkvæði á fundum nemendaráðs, lendi atkvæði á jöfnu.
d) Er skólaráðsfulltrúi og aðalfulltrúi nemenda í skólanefnd.
f) Ætlast er til þess við skólayfirvöld að þau veiti honum leyfi til fjarvista úr kennslu eins og embættið krefst. Einnig er til þess mælst við skólayfirvöld að þau veiti honum allt að 5 einingar á önn vegna krefjandi starfa á vegum NME. Formaður ákvarðar í samráði við skólastjórn og formenn undirfélaga einingafjölda fyrir störf á vegum NME.

3.2         Varaformaður nemendaráðs:
a) Er ritari á fundum.
b) Skal sjá um skráningu allra funda. Fundargerð hvers fundar skal birta eigi síðar en degi eftir að fundur fer fram, þar sem allir meðlimir nemendaráðsins geta nálgast hana. Auk þess skal hann halda annál yfir atburði skólalífsins. Þessu skal hann koma til varðveislu á bókasafni skólans ásamt því að varðveita þetta á rafrænu formi.
c) Skal sjá um varðveislu allra innsendra bréfa og annars konar skilaboða og ber ábyrgð á að þeim sé svarað.
d) Varaformaður skal sjá til þess að allar fundargerðir ársins verði varðveittar á rafrænu formi.
e) Liggi svo við að formaður láti af störfum á haustönn er varaformaður sjálfkjörinn formaður. Biðjist hann undan skal efla til kosninga í varaformannsembættið.

3.3         Fjármálastjóri nemendaráðs:
a) Hefur yfirumsjón með fjármálum félagsins í samvinnu við fjármálastjóra skólans.
b) Er ábyrgðarmaður fyrir korti nemendafélagsins og skal sjá til þess að öllum nótum sé skilað inn.
b) Hefur rétt til þess að skoða fjárhag klúbba telji hann þörf á. Þá er gjaldkerum klúbba skylt að veita fjármálastjóra ráðsins aðgang að öllum gögnum varðandi reikningshald.
c) Fjármálastjóri skal sjá til þess að allir reikningar séu gerðir upp og skal hann gera yfirlit yfir árið og verja það á aðalfundi að vori.
d) Gott er að hann hafi lokið áfanga í tölfræði.

3.4         Meðstjórnandi nemendaráðs:

 1. a) Skal vera tilbúinn að ganga í öll tilfallandi verk innan nemendaráðsins.
 2. b) Er ábyrgur fyrir nemendakortunum.
 3. b) Sér um allar auglýsingar sem koma frá nemendaráðinu.
 4. c) Sér um að halda samskiptamiðlum nemendaráðsins gangandi, þar á meðal heimasíðu félagsins.

3.5         Skemmtanastjóri nemendaráðs:
a) Skal sjá um skemmtanahald, þ.e.a.s. skipulag og framkvæmd í samstarfi við klúbba, nefndir og framkvæmdastjórn félagsins.
b) Hefur yfirumsjón með öllum dansleikjum skólans sem og skemmti- og skreytinefnd árshátíðar.
c) Er ábyrgur fyrir skemmtikröftum, skemmtanaleyfum, húsnæðismálum, dyravörðum og þess háttar á skemmtunum nemendafélagsins.
d) Ef ósamræði kemur upp í skipulagningu á skemmtunum NME hafa Formaður, Skemmtanastjóri og Fjármálastjóri úrslita atkvæði á milli sín.
e) Skal halda aðalfund fyrir skemmtinefnd í byrjun hvers skólaárs og skipa þar nefnd ef áhugi liggur fyrir.

 • Ritstjóri skólablaðsins situr í nemendaráði en um starf hans er fjallað í kafla IX.
 • Formaður íþróttafélagsins situr í nemendaráði en um starf hans er fjallað í kafla
 • Formaður málfundafélagsins situr í nemendaráði en um starf hans er fjallað í kafla X.
 • Formaður leikfélagsins situr í nemendaráði en um starf hans er fjallað í kafla XI.
 • Formaður tónlistarfélagsins situr í nemendaráði en um starf hans er fjallað í kafla XII.

3.11      Nýnemafulltrúi
a) Er kosinn af nýnemum á haustönn og skal gæta hagsmuna nýnema í skólanum og hlusta á raddir þeirra.
b) Hann skal sæta sérstakri vígslu inn í nemendaráðið til þess að sýna að hann sé starfsins verðugur.

III. Eignir félagsins, eignavarsla

3.1         Nemendaráð sér um eigna- og tækjavörslu í samráði við klúbba.

 1. Önnur embætti félagsins

4.1         Nemendaráð skal skipa:

 1. a) Þrjá fulltrúa í lagabreytingarnefnd.
 2. b) Annan fulltrúa nemenda í skólanefnd, hinn er formaður í samræmi við grein 3.1 lið d)

  c) Fulltrúa nemenda í skólaráð, hinn er formaður í samræmi við grein 3.1 lið d)

 3. Aðalfundur, nemendafundir

5.1         Aðalfundur er æðsta vald félagsins og skal hann haldinn einu sinni á kjörtímabili stjórnar, eigi fyrr en 3 vikum fyrir seinasta kennsludag. Skal fráfarandi stjórn leitast við að aðstoða hina nýkjörnu stjórn í starfi ef hún óskar þess.

5.2         Helstu aðalfundarstörf að vori eru:

 1. a) Kosning fundarstjóra og ritara.
 2. c) Skýrsla stjórnar.

  d) Umræður og kosningar um nemendafélagsgjöld á komandi vetri sbr. kafla XVII.

5.3         Aðalfund skal auglýsa með minnst viku fyrirvara.

5.5         Nemendaráði er skylt að halda nemendafundi innan þriggja daga ef 1/10 hluti félagsmanna óskar þess.

5.6         Á nemendafundum ræður einfaldur meirihluti úrslitum í öllum málum nema þeim sem varða lagabreytingar sbr. grein 16.4. Fundur telst löglegur ef 5% félagsmanna mætir á hann, ef ekki mætir tilskilinn lágmarksfjöldi skal fundi frestað um minnst þrjá daga og nemendaráði falið að boða fundinn.

5.7         Ef óánægja er með samþykkt fundarins getur 1/4 hluti félagsmanna farið fram á allsherjaratkvæðagreiðslu um tiltekna samþykkt fundarins og skal atkvæðigreiðslan vera leynileg. Krafan um atkvæðagreiðslu verður að hafa borist fundarstjóra innan 3 daga frá fundarslitum. Um aðalfundi og nemendafundi gilda að öðru leyti almenn fundarsköp.

 1. Kosningar

6.1         Aðalkosningar að vori skulu fara fram eigi síðar en 15 kennsludögum fyrir próf á vorönn sbr. grein 6.7. Um aðalkosningar að vori sér kjörstjórn sbr. kafla VIII, en um aðrar kosningar sér nemendaráð, nema annað sé ákveðið á almennum nemendafundi.

6.2         Í aðalkosningum að vori er kosið á milli einstaklinga og skal hver frambjóðandi hafa hvorki meira né minna en 20 meðmælendur innan nemendafélagsins. Listum með nöfnum og kennitölu meðmælanda skal skila til kjörstjórnar áður en framboðsfrestur rennur út og teljast þá framboð vera lögleg. Allar kosningar eru leynilegar. Áróður á kjörstað er með öllu óheimill.

6.3         Allir félagar í NME hafa jafnan kosningarétt og kjörgengi í aðalkosningum að vori og aukakosningum í laus embætti.

6.4         Framboðum til aðalkosninga að vori skal skila til kjörstjórnar fyrir kl. 15:50 tveimur dögum fyrir framboðsfund.

Kjörstjórn skal innan sólarhrings eftir að framboðsfrestur rennur út birta lista yfir frambjóðendur. Um aðrar kosningar gilda þær reglur að framboðum skuli skila minnst einum degi fyrir framboðsfund.

6.5         Ef embættismaður getur ekki sinnt störfum og biðst lausnar skal nemendaráð skipa annan í hans stað þar til næstu kosningar hafa farið fram.

6.6         Aðalkosningar fara fram að vori, ekki síðar en viku fyrir seinasta kennsludag. Úrslit skulu birt á vorgleði. Þá er kosið í eftirfarandi embætti:

 1. a) Formann nemendaráðs
 2. b) Ritara nemendaráðs (varaformann)

  c) Fjármálastjóra nemendaráðs. Hann skal hafa lokið áfanga í tölfræði og/eða hafa þekkingu á excel. Gera má undartekningu ef þörf krefst.

 3. d) Ritstjóra skólablaðs
 4. e) Skemmtanastjóra

  f) Meðstjórnanda
 5. g) Formann ÍME
 6. h) Formann LME
 7. i) Formann MME
 8. j) Formann TME

6.7         Ef eitthvað af þeim embættum sem getið er í grein 6.6 losnar, skal nemendaráð boða til kosninga í það embætti hið fyrsta, að undanskildum embættum g) til j) í grein 6.7. Í þeim embættum skal varaformaður sem kosinn er á aðalfundi viðkomandi félagsi taka við sé hann til staðar. Ef svo liggur ekki við skal boða til kosninga.

6.8         Fulltrúi nýnema og SÍF-ari eru kosnir í kosningum að hausti og skulu þær kosningar fara fram eigi síðar en tveimur vikum eftir að skóli hefst.

6.9         Ef aðeins eitt framboð kemur fram er frambjóðandi sjálfkjörinn ef hann hlýtur meira en 1/2 greiddra atkvæða. Hljóti frambjóðandi minna en 1/2 greiddra atkvæða skal kjörstjórn boða til aukakosninga sem skulu fara fram eins fljótt og auðið er. Framboðsfrestur vegna þessara kosninga rennur út 3 dögum fyrir þær. Úrslit úr þessum kosningum teljast vera endanleg.

6.10      Ef ekki fást framboð í öll embætti er nemendaráði heimilt að skipa menn í þau störf með samþykki viðkomandi.

6.11      Kjörtímabil hvers embættismanns er eitt ár frá kosningu. Endurkjör er heimilt.

VII. Klúbbar og félög innan NME

7.1         Öllum meðlimum NME er frjálst að stofna klúbba og félög undir NME og eru þeir eindregið hvattir til þess.

7.2         Innan hvers klúbbs skulu meðlimir skipa fulltrúa klúbbsins sem er þá svaramaður hans gagnvart nemendaráði.

7.3         Nemendaráð skal halda fundi í byrjun hverrar annar með fulltrúum klúbbanna, þar sem starfsemi þeirra er kynnt. Ætlast er til þess af nýnemum að þeir sæki kynningarfundi þessa.

7.4         Forsvarsmenn klúbba skulu leita til fjármálastjóra NME til að fá fjárveitingar fyrir stökum útgjaldaliðum.

7.5         Félög innan NME eru sjö. Íþróttafélag ME (ÍME), Leikfélag ME (LME), Tónlistarfélag ME (TME), Málfundarfélag ME (MME), Femínistafélag ME (FeME), Bindismannafélag (BME), Hinseginfélag ME (Kindsegin-HME)

7.6         Þessi félög hafa sérstakan fjárhag og eru styrkt úr nemendasjóði gegn því að þau skili inn fjárhagsáætlun.

7.7         Klúbbum NME er skylt að fjármagna starfsemi sína eftir fremsta megni og skal það renna í sjóð klúbbsins.

7.8         Til samræmingar á starfi nefnda og ráða innan NME og til að fyrirbyggja árekstra milli þeirra skal vera starfrækt miðstjórn innan félagsins, í henni skulu eiga sæti, auk nemendaráðs, fulltrúar hinna ýmsu ráða og nefnda innan NME. Miðstjórn skal halda fund í byrjun hverrar spannar.

VIII. Bindindismannafélagið
8.1 Nafn: Bindindismannafélag Menntaskólans á Egilsstöðum
8.2 Markmið félagsins er að sporna við ótímabærri og óhóflegri áfengis-, tóbaks- og fíkniefna neyslu nemenda skólans, og forða þar með ungmennum frá því að eyða lífinu við altari Bakkusar, þar sem villuljósin loga og falsvitar brenna. Þar að auki standa fyrir fræðslu.

 • Inntaka félagsmeðlima, skyldur og réttindi

8.3.1 Einstaklingur sem hyggst verða fullgildur meðlimur í BME* þarf að uppfylla eftirfarandi kröfur:

 • Neyta ekki tóbaks, áfengis eða fíkniefna.
 • Ef á að koma úr afeitrun, þarf einstaklingur að hafa verið allsgáður í að minnsta kosti einn tunglsgang.

8.3.2 Ef meðlimur neytir tóbaks, áfengis eða vímuefni þá er hann tafarlaust vikið úr félaginu.
8.3.3 Ef fyrrverandi meðlimur hyggst ganga aftur á gæfu vegi og ganga í félagið á ný þarf hann að bíða í hálft ár frá brottrekstri.

 • Skyldur félagsmanna
  4.1 Að framfylgja þeim kröfum sem þarf til að ganga inn í félagið. Einnig þurfa meðlimir BME að vera edrú á öllum skóladansleikjum og fara í edrú pottinn.
 • Fundir

8.5.1 Aðalfundur BME þarf að vera haldinn á fyrstu spönn hvers skólaárs.
8.5.2 Á aðalfundum skal kjósa nýja stjórn og fara yfir lagabreytingar

8.5.3 Fundir annan hvern mánuð
8.5.4 Stjórn fundar einu sinni í mánuði (stjórnin fundar einu sinni sér og einu sinni með félaginu á tveggja mánuða skeiði)

 • Stjórn
  6.1 Stjórnin skal skipa í embætti: formann, varaformann, fræðslufulltrúa, vímuefnabana og skjalavörð/gjaldkera.
  8.6.2 Skylda formanns er að sjá um fundi, fundardagskrá og fundarstjórn, sjá um opinber störf félagsins og brottrekstur félagsmeðlima.
  8.6.3 Skylda varaformanns er að vera ritari og ganga í störf formanns ef hann er frá.

8.6.6Skylda skjalavarðar/gjaldkera er að sjá um allt bókhald tengt félaginu t.d. fjárhag, skjalageymslu og fl.

8.7 Lagabreytingar
8.7.1 Lagabreytingar þurfa að eiga sér stað og koma fram á fundum
8.7.2 Lagabreytingar byrja sem frumvörp á fundi, breytingin rökrædd og síðan kosið.
8.7.3 Lagabreytingin þarf að hljóta meirihluta atkvæða. Formaður sker út úr ef kosning kemur út á jöfnu.

 1. Ritnefnd.

9.1         Í ritnefnd situr ritstjóri ásamt 4-6 öðrum meðstjórnendum sem kosnir eru á aðalfundi félagsins að hausti. Ritstjóri situr jafnframt í nemendaráði.

9.2         Ritstjóri ákveður hvaða embætti eru í ritnefndinni hverju sinni en á meðal þeirra skulu vera gjaldkeri, auglýsingastjóri, greinastjóri og uppsetningarstjóri.

9.3         Skólablaðið Ókindin skal gefið út a.m.k. einu sinni á skólaári.

9.4         Öllum félagsmönnum NME er heimilt að rita í blaðið en ritstjóri hefur þó heimild til að hafna þeim greinum sem hann sér ekki ástæðu til að birta.

9.5         Ritstjórn skal afhenda varaformanni NME að minnsta kosti þrjú eintök af hverri útgáfu blaðsins til varðveislu.

9.6         Ávallt skal leitast við að hafa efni blaðsins sem fjölbreyttast.

9.7         Ritstjóri er ábyrgðarmaður blaðanna gagnvart dómstólum. Ritnefndin skiptir að öðru leyti með sér verkum, ákveður efni blaðanna og ber ábyrgð á að þau komi út á réttum tíma.

9.8         Ritnefnd skal setja sér siðareglur og leitast við að vera góð fyrirmynd fyrir nemendafélagið út á við.

 1. Málfundafélagið (skammstafað MME)

Formaður málfundafélags NME er kosinn í aðalkosningum nemendafélagsins að vori. Skipa skal þriggja til fimm manna stjórn á aðalfundi félagsins að hausti ef áhugi er fyrir höndum. Starf MME skal fólgið í því að vekja áhuga félagsmanna nemendafélagsins á MORFÍs og Gettu Betur og sjá til þess að lið skólans séu skipuð. Formaður MME skal starfa með liðsmönnum ræðuliðs og Gettu Betur liðs skólans og öðrum Málfundafélagsmönnum ef áhugi er fyrir. Málfundafélagið skal standa fyrir ræðunámskeiði og innanskóla spurningakeppni sem nefnist ME-svar ásamt því að standa fyrir málfundi a.m.k. einu sinni á skólaári.

 1. Leikfélagið (skammstafað LME)

6.1         Formaður leikfélags NME er kosinn í aðalkosningum nemendafélagsins að vori.

6.2         LME skal standa fyrir að minnsta kosti einni leiksýningu á skólaári.

6.3        Formaður LME skal halda aðalfund að hausti fyrir alla þá sem hafa áhuga á að taka þátt í starfi LME. Þar skal kosin 3 -5 manna stjórn sem kemur að öllu starfi LME og þá sérstaklega leikritinu.

6.4         Formaður LME skal standa fyrir leiklistarnámskeiði ef að næg þáttaka og áhugi er fyrir því.

6.5         Samningur við leikstjóra og vegna leigu húsnæðis skal vera gerður í samráði formanns LME og skólameistara.

XII. Tónlistarfélagið (skammstafað TME)
7.1         Formaður tónlistafélags NME er kosinn í aðalkosningum nemendafélagsins að vori.
7.2      Hann skal sjá til þess að Barkinn verði haldinn og góðgerðartónleikar þar að auki.

 

7.2         Formaður TME skal halda aðalfund að hausti fyrir alla þá sem hafa áhuga á að taka þátt í starfi TME og skipa 3 -5 manna stjórn sem kemur að öllu starfi TME.

XIII. Íþróttafélagið (skammstafað ÍME)

8.1         Formaður íþróttafélags NME er kosinn í aðalkosningum nemendafélagsins að vori.

8.2        Formaður ÍME skal halda aðalfund ÍME að hausti. Þar skal hann leitast við að vekja áhuga fólks á starfinu og marka útlínur að því hvernig starfinu verður háttað. Ef áhugi er fyrir hendi skal skipuð stjórn.

8.3         Formaður ÍME hefur yfirumsjón yfir íþróttastarfi á vegum NME í skólanum. Hann skipuleggur kvöldtíma í íþróttahúsinu og sér um að halda einn stóran íþróttaviðburð á hverri spönn, t.d. Bæjarinsbestu, sem er keppni milli bæjarfélaga nemenda ME, og Áramót, sem er keppni milli árganga ME. Metamót, keppni milli árganga ME í óhefðbundum íþróttum og leikjum, eru einnig á ábyrgð fulltrúa ÍME.

XIV. Femínistafélagið (skammstafað FeMEn)

Femínistafélag ME skal stuðla að jafnrétti milli kynjanna innan nemendafélagsins. Stjórnarmeðlimir FeME skulu vera fimm talsins hverju sinni, kosnir að hausti á aðalfundi FeME. Þá eru fimm aðilar kosnir í stjórn með lýðræðislegri kosningu aðalfundargesta, svo skal stjórnin sín á milli kjósa í störf formanns og varaformanns. Þá skal skipað í störf ritara, framkvæmdastjóra og meðstjórnanda félagsins af stjórninni. FeME skal halda úti facebook hóp sem vettvang fyrir umræður um jafnréttismál og er skal stjórnin leitast við að hafa virkar umræður þar.

 1. Kjörstjórn

15.1      Í kjörstjórn eiga sæti 3 einstaklingar skipaðir af nemendaráði. Þar af skal vera að minnsta kosti einn fráfarandi aðili úr nemendaráði.

15.2      Fulltrúar í kjörstjórn skulu gæta fyllsta hlutleysis og mega ekki eiga þátt í neinu framboði á einn eða annan hátt.

15.3      Kjörstjórn sér um framkvæmd aðalkosninga að vori. Kjörstjórn sér um að auglýsa kjördag og framboð og að kosningar fari löglega fram. Um aðrar kosningar sér nemendaráð nema annað sé ákveðið.

15.4      Kjörstjórn sér um að taka á móti framboðum.

15.5      Framboðum skal skila til kjörstjórnar tveimur dögum fyrir aðalkosningar. Framboðum vegna annarra kosninga skal skila til nemendaráðs eigi síðar en einum degi fyrir kosningar.

15.6      Kjörstjórn skal halda einn almennan kosningafund með frambjóðendum áður en aðalkosningar hefjast. Hann skal haldinn í sömu viku og aðalkosningar. Fyrir aðrar kosningar skal nemendaráð halda minnst einn kosningafund tveim dögum áður en þær fara fram.

15.7      Kjörstjórn telur atkvæði í aðalkosningum að vori. Úrslit skulu tilkynnt á vorgleði sömu viku og skal nýtt nemendaráð hefja undirbúning en fráfarandi nemendaráð skal starfa út skólaárið. Ef atkvæði falla jöfn skal endurkjósa eftir aukakosningafund. Aukakosningar skulu fara fram 5 dögum eftir kosningar og skulu vera í höndum kjörstjórnar eða nemendaráðs þegar það á við. Falli atkvæði aftur jöfn í aukakosningum skal hlutkesti ráða.

15.8      Frambjóðendum er heimilt að vera viðstaddir talningu atkvæða ef þeir óska eftir því.

XVI. Viðburðir nemendafélagsins

16.1      Fyrir stórhátíðir nemenda skal nemendaráð skipa þriggja til fimm manna nefnd með samþykki viðkomandi a.m.k 4 vikum fyrir hátíðina. Skemmtanastjóri skal vera formaður þessara nefnda. Heimilt er að efna til framboða meðal nemenda ef þörf krefur.

16.2      Böll skulu vera haldin að minnsta kosti 5 sinnum á skólaári.

16.3      Allur ágóði af hátíðum þessum skal renna til nemendafélagsins.

XVII. Nýnemavígsla

17.1      Nýnemavígslan skal haldin fyrir nýnemaball að hausti.

 1. 2 Nemendaráðið skal sjá um skipulagningu hennar.

17.3      Hún skal fara eftir reglum hinnar heilugu kindar (Ovium Sanctarum)

17.4      Hún skal vera háleynileg og ekki má gefa upp hvað fer fram í henni.

 

XVIII. Vorgleði

18.1      Vorgleði skal haldin að vori innan við viku eftir að kosningar fara fram og er hennar markmið að koma félagsmönnum í sumargírinn.

18.2      Nemendaráðið hefur frjálsar hendur við útfærslu hennar.

18.3      Þar skal kynna úrslit nemendaráðskosninga.

XIX. Fríðindi.

19.1      Stjórn NME fær frítt inn á allar skemmtanir innan NME.

19.2      Hinar ýmsu stjórnir og skemmtikraftar fá frítt eða afslætti inn á þær skemmtanir sem haldnar eru á þeirra vegum svo framarlega sem það er hægt.

19.3      Afslættir og frímiðar eru ávalt ákveðnir í samráði við nemendaráðið.

 1. Lagabreytingarnefnd.

20.1      Nemendaráð skipar þrjá fulltrúa í lagabreytingarnefnd. Nefndin endurskoðar lög nemendafélagsins og gerir tillögur til breytinga ef þurfa þykir.

20.2      Lagabreytinganefnd skal kynna tillögur sínar á aðalfundi og eru þar greidd atkvæði um þær.

20.3      Einstaklingar geta einnig flutt lagabreytingartillögur á almennum nemendafundi og/eða aðalfundi.

20.4      Til breytinga á lögum þessum þarf 2/3 greiddra atkvæða, hvort sem um er að ræða aðalkosningar, aðalfund eða almennan nemendafund.

XXI. Félagsgjöld.

21.1      Allir félagar í NME greiða félagsgjöld sem nemendur ákveða á aðalfundi að vori. Á þeim fundi skulu koma fram tillögur frá nemendaráði um upphæð félagsgjalda.

21.2      Nemendaráð skal koma niðurstöðu fundarins til skólastjórnar. Þeim tillögum skal einnig fylgja bráðabirgðauppgjör fyrir þann hluta af skólaárinu sem liðinn er ásamt reikningum seinasta skólaárs.

21.3      Félagsgjöld NME skulu innheimt á sama hátt og önnur skólagjöld.

XXII. Skólanefnd

22.1      Í skólanefnd situr formaður nemendaráðs sem áheyrnarfulltrúi. Hann er fulltrúi nemenda.

22.2      Fulltrúi nemenda í skólanefnd skal leitast við að gæta sameiginlegra hagsmuna nemenda á skólanefndarfundum. Hann skal gera grein fyrir störfum sínum á almennum fundum ef fram á það er farið nema þeim er varða þagnaskyldu sem hann er bundinn af í trúnaðarmálum. Um starfssvið skólanefndar er fjallað í lögum og reglugerðum um framhaldsskóla sem menntamálaráðuneytið setur.

XXIII. Skólaráð

23.1      Í skólaráði sitja fulltrúi nemenda, formaður nemendaráðs og annar fulltrúi skipaður af nemendaráði. Nemendur leiti til þeirra með hin ýmsu mál sín og eru þeir báðir bundnir þagnarskyldu.

23.2      Fulltrúar nemenda í skólaráði skulu gæta sameiginlegra hagsmuna nemenda gagnvart yfirvöldum skólans og gera grein fyrir störfum sínum á nemendafélagsfundum ef fram á það er farið.

XXIV. Vantraust

24.1      Ef meiri hluti stjórnar nemendafélagsins eða ¼ hluti félagsmanna lýsir yfir vantrausti á embættismanni skal formaður NME boða til nemendafundar innan viku. Á þeim fundi skulu forgöngumenn vantrauststillögunnar rökstyðja mál sitt og viðkomandi embættismanni gefinn kostur á að verja sig. Með leynilegri kosningu er síðan ákveðið hvort sá hinn sami verði vikið úr starfi.

 

24.2       Ef vantrausti á formann NME er lýst yfir skal fjármálastjóri sjá um að boða fundinn.

 

24.3      Ef niðurstaða kosninga verður brottrekstur embættismanns skal stjórn NME skipa annan í embættið til næstu kosninga og fara eftir kosningum frá síðasta ári (sá sem var í öðru sæti). Ef embættismaðurinn sem vikið var úr starfi var einn í framboði, skal staðan vera auglýst laus í viku og kosið verður nýjan, með leynilegri kosningu

 

24.4      Ef formanni nemendafélagsins er vikið úr starfi skal varformaður taka við og efnt skal til kosninga um varaformannsembættið fram að næstu aðalkosningum, inna tveggja vikna.

 

 

XXV. Gildi laganna, refsiákvæði og vafaatriði.

25.1      Rísi upp vafaatriði varðandi túlkun laga þessara skal lagabreytingar nefnd skera úr.

25.2      Telji einstakir nemendur að lög þessi séu brotin geta þeir kært til lagabreytingarnefndar, sem kallar þá saman fund þar sem málið er rætt og lagabreytingarnefnd sker úr. Ef kæran beinist gegn einstökum embættismanni skal hún hljóta sömu meðferð og vantraustsyfirlýsing eins og hún bærist frá 1/4 hluta félagsmanna sbr. grein 23.1. Það skal þó aðeins gert ef lagabreytingarnefnd telur ástæðu til.

25.3      Stjórn hefur heimild til að leiðrétta stafsetningar-, málfars-, tilvísunar- og innsláttvarvillur í lögum þessum án þess að bera þær breytingar upp fyrir aðalfund enda breytist ekki merking viðkomandi greina.

 

Samþykkt á aðalfundi 15. maí 2018.

Lög NME

 1. Almenn ákvæði

1.1         Félagið heitir Nemendafélag Menntaskólans á Egilsstöðum og er skammstafað NME.

1.2         Varnarþing þess er í Egilsstaðabæ, Suður-Múlasýslu.

1.3         Allir sem stunda reglulegt nám í Menntaskólanum á Egilsstöðum geta verið félagar í NME og greiða þeir félagsgjald eins og lög um framhaldsskóla kveða á um hverju sinni. Félagsgjöld skulu ákveðin á aðalfundi að vori sbr. kafla XX. Þeir sem ekki greiða félagsgjöld til NME hafa afsalað sér rétti á fríðindum sem og afsláttum og ferðum á vegum undirfélaga/klúbba þess.

1.4         Tilgangur félagsins er að halda uppi og efla fjölbreytta félagsstarfsemi í skólanum með virkri þáttöku nemenda. Félagið skal efla samheldni félagsmanna sinna og félagsþroska.

1.5         Félagið skal gæta hagsmuna félagsmanna sinna gagnvart skólayfirvöldum og ráðuneyti og leitast við að virkja nemendur til baráttu fyrir hagsmunum sínum. Nemendaráð skal hafa þetta að leiðarljósi í starfi sínu.

1.6         Skráðir meðlimir NME fá ekki greitt í peningum fyrir hvers konar störf sem tengjast eða eru í þágu NME. Undanþága er þó gerð í dyravarðastörfum.

 1. Nemendaráð

2.1         Nemendaráð skipa 11 einstaklingar: Formaður, varaformaður, fjármálastjóri, meðstjórnandi, skemmtanastjóri, ritstjóri skólablaðsins og formenn stærstu félaganna; formaður ÍME, formaður LME, formaður MME, formaður TME ásamt nýnemafulltrúa.

2.2         Formaður, varaformaður, fjármálastjóri, meðstjórnandi og skemmtanastjóri mynda framkvæmdastjórn sem fer með daglegan rekstur félagsins og má taka skammtíma ákvarðanir í samvinnu við aðra meðlimi nemendaráðsins.

2.3         Nemendaráðið skal gæta þess að lögum félagsins sé framfylgt, þá skal það miðla upplýsingum til félagsmanna sinna um þær ákvarðanir sem það tekur, svo fremi að eigi sé um trúnaðarmál að ræða.

2.4         Ráðið skal halda fundi oft sem þurfa þykir, þó að lágmarki vikulega. Formaðurinn skal semja dagskrá fyrir fundi ráðsins og má hann leita til framkvæmdarstjórnar með það. Fundur telst aðeins gildur ef meirihluti nemendaráðs situr fundinn.

III. Störf innan nemendaráðsins

3.1         Formaður nemendaráðs:
a) Kallar saman nemendaráð og miðstjórn og stjórnar fundum.
b) Er fulltrúi og svaramaður nemenda út á við og gagnvart yfirvöldum skólans.
c) Hefur úrslitaatkvæði á fundum nemendaráðs, lendi atkvæði á jöfnu.
d) Er skólaráðsfulltrúi og aðalfulltrúi nemenda í skólanefnd.
f) Ætlast er til þess við skólayfirvöld að þau veiti honum leyfi til fjarvista úr kennslu eins og embættið krefst. Einnig er til þess mælst við skólayfirvöld að þau veiti honum allt að 5 einingar á önn vegna krefjandi starfa á vegum NME. Formaður ákvarðar í samráði við skólastjórn og formenn undirfélaga einingafjölda fyrir störf á vegum NME.

3.2         Varaformaður nemendaráðs:
a) Er ritari á fundum.
b) Skal sjá um skráningu allra funda. Fundargerð hvers fundar skal birta eigi síðar en degi eftir að fundur fer fram, þar sem allir meðlimir nemendaráðsins geta nálgast hana. Auk þess skal hann halda annál yfir atburði skólalífsins. Þessu skal hann koma til varðveislu á bókasafni skólans ásamt því að varðveita þetta á rafrænu formi.
c) Skal sjá um varðveislu allra innsendra bréfa og annars konar skilaboða og ber ábyrgð á að þeim sé svarað.
d) Varaformaður skal sjá til þess að allar fundargerðir ársins verði varðveittar á rafrænu formi.
e) Liggi svo við að formaður láti af störfum á haustönn er varaformaður sjálfkjörinn formaður. Biðjist hann undan skal efla til kosninga í varaformannsembættið.

3.3         Fjármálastjóri nemendaráðs:
a) Hefur yfirumsjón með fjármálum félagsins í samvinnu við fjármálastjóra skólans.
b) Er ábyrgðarmaður fyrir korti nemendafélagsins og skal sjá til þess að öllum nótum sé skilað inn.
b) Hefur rétt til þess að skoða fjárhag klúbba telji hann þörf á. Þá er gjaldkerum klúbba skylt að veita fjármálastjóra ráðsins aðgang að öllum gögnum varðandi reikningshald.
c) Fjármálastjóri skal sjá til þess að allir reikningar séu gerðir upp og skal hann gera yfirlit yfir árið og verja það á aðalfundi að vori.
d) Gott er að hann hafi lokið áfanga í tölfræði.

3.4         Meðstjórnandi nemendaráðs:

 1. a) Skal vera tilbúinn að ganga í öll tilfallandi verk innan nemendaráðsins.
 2. b) Er ábyrgur fyrir nemendakortunum.
 3. b) Sér um allar auglýsingar sem koma frá nemendaráðinu.
 4. c) Sér um að halda samskiptamiðlum nemendaráðsins gangandi, þar á meðal heimasíðu félagsins.

3.5         Skemmtanastjóri nemendaráðs:
a) Skal sjá um skemmtanahald, þ.e.a.s. skipulag og framkvæmd í samstarfi við klúbba, nefndir og framkvæmdastjórn félagsins.
b) Hefur yfirumsjón með öllum dansleikjum skólans sem og skemmti- og skreytinefnd árshátíðar.
c) Er ábyrgur fyrir skemmtikröftum, skemmtanaleyfum, húsnæðismálum, dyravörðum og þess háttar á skemmtunum nemendafélagsins.
d) Ef ósamræði kemur upp í skipulagningu á skemmtunum NME hafa Formaður, Skemmtanastjóri og Fjármálastjóri úrslita atkvæði á milli sín.
e) Skal halda aðalfund fyrir skemmtinefnd í byrjun hvers skólaárs og skipa þar nefnd ef áhugi liggur fyrir.

 • Ritstjóri skólablaðsins situr í nemendaráði en um starf hans er fjallað í kafla IX.
 • Formaður íþróttafélagsins situr í nemendaráði en um starf hans er fjallað í kafla
 • Formaður málfundafélagsins situr í nemendaráði en um starf hans er fjallað í kafla X.
 • Formaður leikfélagsins situr í nemendaráði en um starf hans er fjallað í kafla XI.
 • Formaður tónlistarfélagsins situr í nemendaráði en um starf hans er fjallað í kafla XII.

3.11      Nýnemafulltrúi
a) Er kosinn af nýnemum á haustönn og skal gæta hagsmuna nýnema í skólanum og hlusta á raddir þeirra.
b) Hann skal sæta sérstakri vígslu inn í nemendaráðið til þess að sýna að hann sé starfsins verðugur.

III. Eignir félagsins, eignavarsla

3.1         Nemendaráð sér um eigna- og tækjavörslu í samráði við klúbba.

 1. Önnur embætti félagsins

4.1         Nemendaráð skal skipa:

 1. a) Þrjá fulltrúa í lagabreytingarnefnd.
 2. b) Annan fulltrúa nemenda í skólanefnd, hinn er formaður í samræmi við grein 3.1 lið d)

  c) Fulltrúa nemenda í skólaráð, hinn er formaður í samræmi við grein 3.1 lið d)

 3. Aðalfundur, nemendafundir

5.1         Aðalfundur er æðsta vald félagsins og skal hann haldinn einu sinni á kjörtímabili stjórnar, eigi fyrr en 3 vikum fyrir seinasta kennsludag. Skal fráfarandi stjórn leitast við að aðstoða hina nýkjörnu stjórn í starfi ef hún óskar þess.

5.2         Helstu aðalfundarstörf að vori eru:

 1. a) Kosning fundarstjóra og ritara.
 2. c) Skýrsla stjórnar.

  d) Umræður og kosningar um nemendafélagsgjöld á komandi vetri sbr. kafla XVII.

5.3         Aðalfund skal auglýsa með minnst viku fyrirvara.

5.5         Nemendaráði er skylt að halda nemendafundi innan þriggja daga ef 1/10 hluti félagsmanna óskar þess.

5.6         Á nemendafundum ræður einfaldur meirihluti úrslitum í öllum málum nema þeim sem varða lagabreytingar sbr. grein 16.4. Fundur telst löglegur ef 5% félagsmanna mætir á hann, ef ekki mætir tilskilinn lágmarksfjöldi skal fundi frestað um minnst þrjá daga og nemendaráði falið að boða fundinn.

5.7         Ef óánægja er með samþykkt fundarins getur 1/4 hluti félagsmanna farið fram á allsherjaratkvæðagreiðslu um tiltekna samþykkt fundarins og skal atkvæðigreiðslan vera leynileg. Krafan um atkvæðagreiðslu verður að hafa borist fundarstjóra innan 3 daga frá fundarslitum. Um aðalfundi og nemendafundi gilda að öðru leyti almenn fundarsköp.

 1. Kosningar

6.1         Aðalkosningar að vori skulu fara fram eigi síðar en 15 kennsludögum fyrir próf á vorönn sbr. grein 6.7. Um aðalkosningar að vori sér kjörstjórn sbr. kafla VIII, en um aðrar kosningar sér nemendaráð, nema annað sé ákveðið á almennum nemendafundi.

6.2         Í aðalkosningum að vori er kosið á milli einstaklinga og skal hver frambjóðandi hafa hvorki meira né minna en 20 meðmælendur innan nemendafélagsins. Listum með nöfnum og kennitölu meðmælanda skal skila til kjörstjórnar áður en framboðsfrestur rennur út og teljast þá framboð vera lögleg. Allar kosningar eru leynilegar. Áróður á kjörstað er með öllu óheimill.

6.3         Allir félagar í NME hafa jafnan kosningarétt og kjörgengi í aðalkosningum að vori og aukakosningum í laus embætti.

6.4         Framboðum til aðalkosninga að vori skal skila til kjörstjórnar fyrir kl. 15:50 tveimur dögum fyrir framboðsfund.

Kjörstjórn skal innan sólarhrings eftir að framboðsfrestur rennur út birta lista yfir frambjóðendur. Um aðrar kosningar gilda þær reglur að framboðum skuli skila minnst einum degi fyrir framboðsfund.

6.5         Ef embættismaður getur ekki sinnt störfum og biðst lausnar skal nemendaráð skipa annan í hans stað þar til næstu kosningar hafa farið fram.

6.6         Aðalkosningar fara fram að vori, ekki síðar en viku fyrir seinasta kennsludag. Úrslit skulu birt á vorgleði. Þá er kosið í eftirfarandi embætti:

 1. a) Formann nemendaráðs
 2. b) Ritara nemendaráðs (varaformann)

  c) Fjármálastjóra nemendaráðs. Hann skal hafa lokið áfanga í tölfræði og/eða hafa þekkingu á excel. Gera má undartekningu ef þörf krefst.

 3. d) Ritstjóra skólablaðs
 4. e) Skemmtanastjóra

  f) Meðstjórnanda
 5. g) Formann ÍME
 6. h) Formann LME
 7. i) Formann MME
 8. j) Formann TME

6.7         Ef eitthvað af þeim embættum sem getið er í grein 6.6 losnar, skal nemendaráð boða til kosninga í það embætti hið fyrsta, að undanskildum embættum g) til j) í grein 6.7. Í þeim embættum skal varaformaður sem kosinn er á aðalfundi viðkomandi félagsi taka við sé hann til staðar. Ef svo liggur ekki við skal boða til kosninga.

6.8         Fulltrúi nýnema og SÍF-ari eru kosnir í kosningum að hausti og skulu þær kosningar fara fram eigi síðar en tveimur vikum eftir að skóli hefst.

6.9         Ef aðeins eitt framboð kemur fram er frambjóðandi sjálfkjörinn ef hann hlýtur meira en 1/2 greiddra atkvæða. Hljóti frambjóðandi minna en 1/2 greiddra atkvæða skal kjörstjórn boða til aukakosninga sem skulu fara fram eins fljótt og auðið er. Framboðsfrestur vegna þessara kosninga rennur út 3 dögum fyrir þær. Úrslit úr þessum kosningum teljast vera endanleg.

6.10      Ef ekki fást framboð í öll embætti er nemendaráði heimilt að skipa menn í þau störf með samþykki viðkomandi.

6.11      Kjörtímabil hvers embættismanns er eitt ár frá kosningu. Endurkjör er heimilt.

VII. Klúbbar og félög innan NME

7.1         Öllum meðlimum NME er frjálst að stofna klúbba og félög undir NME og eru þeir eindregið hvattir til þess.

7.2         Innan hvers klúbbs skulu meðlimir skipa fulltrúa klúbbsins sem er þá svaramaður hans gagnvart nemendaráði.

7.3         Nemendaráð skal halda fundi í byrjun hverrar annar með fulltrúum klúbbanna, þar sem starfsemi þeirra er kynnt. Ætlast er til þess af nýnemum að þeir sæki kynningarfundi þessa.

7.4         Forsvarsmenn klúbba skulu leita til fjármálastjóra NME til að fá fjárveitingar fyrir stökum útgjaldaliðum.

7.5         Félög innan NME eru sjö. Íþróttafélag ME (ÍME), Leikfélag ME (LME), Tónlistarfélag ME (TME), Málfundarfélag ME (MME), Femínistafélag ME (FeME), Bindismannafélag (BME), Hinseginfélag ME (Kindsegin-HME)

7.6         Þessi félög hafa sérstakan fjárhag og eru styrkt úr nemendasjóði gegn því að þau skili inn fjárhagsáætlun.

7.7         Klúbbum NME er skylt að fjármagna starfsemi sína eftir fremsta megni og skal það renna í sjóð klúbbsins.

7.8         Til samræmingar á starfi nefnda og ráða innan NME og til að fyrirbyggja árekstra milli þeirra skal vera starfrækt miðstjórn innan félagsins, í henni skulu eiga sæti, auk nemendaráðs, fulltrúar hinna ýmsu ráða og nefnda innan NME. Miðstjórn skal halda fund í byrjun hverrar spannar.

VIII. Bindindismannafélagið
8.1 Nafn: Bindindismannafélag Menntaskólans á Egilsstöðum
8.2 Markmið félagsins er að sporna við ótímabærri og óhóflegri áfengis-, tóbaks- og fíkniefna neyslu nemenda skólans, og forða þar með ungmennum frá því að eyða lífinu við altari Bakkusar, þar sem villuljósin loga og falsvitar brenna. Þar að auki standa fyrir fræðslu.

 • Inntaka félagsmeðlima, skyldur og réttindi

8.3.1 Einstaklingur sem hyggst verða fullgildur meðlimur í BME* þarf að uppfylla eftirfarandi kröfur:

 • Neyta ekki tóbaks, áfengis eða fíkniefna.
 • Ef á að koma úr afeitrun, þarf einstaklingur að hafa verið allsgáður í að minnsta kosti einn tunglsgang.

8.3.2 Ef meðlimur neytir tóbaks, áfengis eða vímuefni þá er hann tafarlaust vikið úr félaginu.
8.3.3 Ef fyrrverandi meðlimur hyggst ganga aftur á gæfu vegi og ganga í félagið á ný þarf hann að bíða í hálft ár frá brottrekstri.

 • Skyldur félagsmanna
  4.1 Að framfylgja þeim kröfum sem þarf til að ganga inn í félagið. Einnig þurfa meðlimir BME að vera edrú á öllum skóladansleikjum og fara í edrú pottinn.
 • Fundir

8.5.1 Aðalfundur BME þarf að vera haldinn á fyrstu spönn hvers skólaárs.
8.5.2 Á aðalfundum skal kjósa nýja stjórn og fara yfir lagabreytingar

8.5.3 Fundir annan hvern mánuð
8.5.4 Stjórn fundar einu sinni í mánuði (stjórnin fundar einu sinni sér og einu sinni með félaginu á tveggja mánuða skeiði)

 • Stjórn
  6.1 Stjórnin skal skipa í embætti: formann, varaformann, fræðslufulltrúa, vímuefnabana og skjalavörð/gjaldkera.
  8.6.2 Skylda formanns er að sjá um fundi, fundardagskrá og fundarstjórn, sjá um opinber störf félagsins og brottrekstur félagsmeðlima.
  8.6.3 Skylda varaformanns er að vera ritari og ganga í störf formanns ef hann er frá.

8.6.6Skylda skjalavarðar/gjaldkera er að sjá um allt bókhald tengt félaginu t.d. fjárhag, skjalageymslu og fl.

8.7 Lagabreytingar
8.7.1 Lagabreytingar þurfa að eiga sér stað og koma fram á fundum
8.7.2 Lagabreytingar byrja sem frumvörp á fundi, breytingin rökrædd og síðan kosið.
8.7.3 Lagabreytingin þarf að hljóta meirihluta atkvæða. Formaður sker út úr ef kosning kemur út á jöfnu.

 1. Ritnefnd.

9.1         Í ritnefnd situr ritstjóri ásamt 4-6 öðrum meðstjórnendum sem kosnir eru á aðalfundi félagsins að hausti. Ritstjóri situr jafnframt í nemendaráði.

9.2         Ritstjóri ákveður hvaða embætti eru í ritnefndinni hverju sinni en á meðal þeirra skulu vera gjaldkeri, auglýsingastjóri, greinastjóri og uppsetningarstjóri.

9.3         Skólablaðið Ókindin skal gefið út a.m.k. einu sinni á skólaári.

9.4         Öllum félagsmönnum NME er heimilt að rita í blaðið en ritstjóri hefur þó heimild til að hafna þeim greinum sem hann sér ekki ástæðu til að birta.

9.5         Ritstjórn skal afhenda varaformanni NME að minnsta kosti þrjú eintök af hverri útgáfu blaðsins til varðveislu.

9.6         Ávallt skal leitast við að hafa efni blaðsins sem fjölbreyttast.

9.7         Ritstjóri er ábyrgðarmaður blaðanna gagnvart dómstólum. Ritnefndin skiptir að öðru leyti með sér verkum, ákveður efni blaðanna og ber ábyrgð á að þau komi út á réttum tíma.

9.8         Ritnefnd skal setja sér siðareglur og leitast við að vera góð fyrirmynd fyrir nemendafélagið út á við.

 1. Málfundafélagið (skammstafað MME)

Formaður málfundafélags NME er kosinn í aðalkosningum nemendafélagsins að vori. Skipa skal þriggja til fimm manna stjórn á aðalfundi félagsins að hausti ef áhugi er fyrir höndum. Starf MME skal fólgið í því að vekja áhuga félagsmanna nemendafélagsins á MORFÍs og Gettu Betur og sjá til þess að lið skólans séu skipuð. Formaður MME skal starfa með liðsmönnum ræðuliðs og Gettu Betur liðs skólans og öðrum Málfundafélagsmönnum ef áhugi er fyrir. Málfundafélagið skal standa fyrir ræðunámskeiði og innanskóla spurningakeppni sem nefnist ME-svar ásamt því að standa fyrir málfundi a.m.k. einu sinni á skólaári.

 1. Leikfélagið (skammstafað LME)

6.1         Formaður leikfélags NME er kosinn í aðalkosningum nemendafélagsins að vori.

6.2         LME skal standa fyrir að minnsta kosti einni leiksýningu á skólaári.

6.3        Formaður LME skal halda aðalfund að hausti fyrir alla þá sem hafa áhuga á að taka þátt í starfi LME. Þar skal kosin 3 -5 manna stjórn sem kemur að öllu starfi LME og þá sérstaklega leikritinu.

6.4         Formaður LME skal standa fyrir leiklistarnámskeiði ef að næg þáttaka og áhugi er fyrir því.

6.5         Samningur við leikstjóra og vegna leigu húsnæðis skal vera gerður í samráði formanns LME og skólameistara.

XII. Tónlistarfélagið (skammstafað TME)
7.1         Formaður tónlistafélags NME er kosinn í aðalkosningum nemendafélagsins að vori.
7.2      Hann skal sjá til þess að Barkinn verði haldinn og góðgerðartónleikar þar að auki.

 

7.2         Formaður TME skal halda aðalfund að hausti fyrir alla þá sem hafa áhuga á að taka þátt í starfi TME og skipa 3 -5 manna stjórn sem kemur að öllu starfi TME.

XIII. Íþróttafélagið (skammstafað ÍME)

8.1         Formaður íþróttafélags NME er kosinn í aðalkosningum nemendafélagsins að vori.

8.2        Formaður ÍME skal halda aðalfund ÍME að hausti. Þar skal hann leitast við að vekja áhuga fólks á starfinu og marka útlínur að því hvernig starfinu verður háttað. Ef áhugi er fyrir hendi skal skipuð stjórn.

8.3         Formaður ÍME hefur yfirumsjón yfir íþróttastarfi á vegum NME í skólanum. Hann skipuleggur kvöldtíma í íþróttahúsinu og sér um að halda einn stóran íþróttaviðburð á hverri spönn, t.d. Bæjarinsbestu, sem er keppni milli bæjarfélaga nemenda ME, og Áramót, sem er keppni milli árganga ME. Metamót, keppni milli árganga ME í óhefðbundum íþróttum og leikjum, eru einnig á ábyrgð fulltrúa ÍME.

XIV. Femínistafélagið (skammstafað FeMEn)

Femínistafélag ME skal stuðla að jafnrétti milli kynjanna innan nemendafélagsins. Stjórnarmeðlimir FeME skulu vera fimm talsins hverju sinni, kosnir að hausti á aðalfundi FeME. Þá eru fimm aðilar kosnir í stjórn með lýðræðislegri kosningu aðalfundargesta, svo skal stjórnin sín á milli kjósa í störf formanns og varaformanns. Þá skal skipað í störf ritara, framkvæmdastjóra og meðstjórnanda félagsins af stjórninni. FeME skal halda úti facebook hóp sem vettvang fyrir umræður um jafnréttismál og er skal stjórnin leitast við að hafa virkar umræður þar.

 1. Kjörstjórn

15.1      Í kjörstjórn eiga sæti 3 einstaklingar skipaðir af nemendaráði. Þar af skal vera að minnsta kosti einn fráfarandi aðili úr nemendaráði.

15.2      Fulltrúar í kjörstjórn skulu gæta fyllsta hlutleysis og mega ekki eiga þátt í neinu framboði á einn eða annan hátt.

15.3      Kjörstjórn sér um framkvæmd aðalkosninga að vori. Kjörstjórn sér um að auglýsa kjördag og framboð og að kosningar fari löglega fram. Um aðrar kosningar sér nemendaráð nema annað sé ákveðið.

15.4      Kjörstjórn sér um að taka á móti framboðum.

15.5      Framboðum skal skila til kjörstjórnar tveimur dögum fyrir aðalkosningar. Framboðum vegna annarra kosninga skal skila til nemendaráðs eigi síðar en einum degi fyrir kosningar.

15.6      Kjörstjórn skal halda einn almennan kosningafund með frambjóðendum áður en aðalkosningar hefjast. Hann skal haldinn í sömu viku og aðalkosningar. Fyrir aðrar kosningar skal nemendaráð halda minnst einn kosningafund tveim dögum áður en þær fara fram.

15.7      Kjörstjórn telur atkvæði í aðalkosningum að vori. Úrslit skulu tilkynnt á vorgleði sömu viku og skal nýtt nemendaráð hefja undirbúning en fráfarandi nemendaráð skal starfa út skólaárið. Ef atkvæði falla jöfn skal endurkjósa eftir aukakosningafund. Aukakosningar skulu fara fram 5 dögum eftir kosningar og skulu vera í höndum kjörstjórnar eða nemendaráðs þegar það á við. Falli atkvæði aftur jöfn í aukakosningum skal hlutkesti ráða.

15.8      Frambjóðendum er heimilt að vera viðstaddir talningu atkvæða ef þeir óska eftir því.

XVI. Viðburðir nemendafélagsins

16.1      Fyrir stórhátíðir nemenda skal nemendaráð skipa þriggja til fimm manna nefnd með samþykki viðkomandi a.m.k 4 vikum fyrir hátíðina. Skemmtanastjóri skal vera formaður þessara nefnda. Heimilt er að efna til framboða meðal nemenda ef þörf krefur.

16.2      Böll skulu vera haldin að minnsta kosti 5 sinnum á skólaári.

16.3      Allur ágóði af hátíðum þessum skal renna til nemendafélagsins.

XVII. Nýnemavígsla

17.1      Nýnemavígslan skal haldin fyrir nýnemaball að hausti.

 1. 2 Nemendaráðið skal sjá um skipulagningu hennar.

17.3      Hún skal fara eftir reglum hinnar heilugu kindar (Ovium Sanctarum)

17.4      Hún skal vera háleynileg og ekki má gefa upp hvað fer fram í henni.

 

XVIII. Vorgleði

18.1      Vorgleði skal haldin að vori innan við viku eftir að kosningar fara fram og er hennar markmið að koma félagsmönnum í sumargírinn.

18.2      Nemendaráðið hefur frjálsar hendur við útfærslu hennar.

18.3      Þar skal kynna úrslit nemendaráðskosninga.

XIX. Fríðindi.

19.1      Stjórn NME fær frítt inn á allar skemmtanir innan NME.

19.2      Hinar ýmsu stjórnir og skemmtikraftar fá frítt eða afslætti inn á þær skemmtanir sem haldnar eru á þeirra vegum svo framarlega sem það er hægt.

19.3      Afslættir og frímiðar eru ávalt ákveðnir í samráði við nemendaráðið.

 1. Lagabreytingarnefnd.

20.1      Nemendaráð skipar þrjá fulltrúa í lagabreytingarnefnd. Nefndin endurskoðar lög nemendafélagsins og gerir tillögur til breytinga ef þurfa þykir.

20.2      Lagabreytinganefnd skal kynna tillögur sínar á aðalfundi og eru þar greidd atkvæði um þær.

20.3      Einstaklingar geta einnig flutt lagabreytingartillögur á almennum nemendafundi og/eða aðalfundi.

20.4      Til breytinga á lögum þessum þarf 2/3 greiddra atkvæða, hvort sem um er að ræða aðalkosningar, aðalfund eða almennan nemendafund.

XXI. Félagsgjöld.

21.1      Allir félagar í NME greiða félagsgjöld sem nemendur ákveða á aðalfundi að vori. Á þeim fundi skulu koma fram tillögur frá nemendaráði um upphæð félagsgjalda.

21.2      Nemendaráð skal koma niðurstöðu fundarins til skólastjórnar. Þeim tillögum skal einnig fylgja bráðabirgðauppgjör fyrir þann hluta af skólaárinu sem liðinn er ásamt reikningum seinasta skólaárs.

21.3      Félagsgjöld NME skulu innheimt á sama hátt og önnur skólagjöld.

XXII. Skólanefnd

22.1      Í skólanefnd situr formaður nemendaráðs sem áheyrnarfulltrúi. Hann er fulltrúi nemenda.

22.2      Fulltrúi nemenda í skólanefnd skal leitast við að gæta sameiginlegra hagsmuna nemenda á skólanefndarfundum. Hann skal gera grein fyrir störfum sínum á almennum fundum ef fram á það er farið nema þeim er varða þagnaskyldu sem hann er bundinn af í trúnaðarmálum. Um starfssvið skólanefndar er fjallað í lögum og reglugerðum um framhaldsskóla sem menntamálaráðuneytið setur.

XXIII. Skólaráð

23.1      Í skólaráði sitja fulltrúi nemenda, formaður nemendaráðs og annar fulltrúi skipaður af nemendaráði. Nemendur leiti til þeirra með hin ýmsu mál sín og eru þeir báðir bundnir þagnarskyldu.

23.2      Fulltrúar nemenda í skólaráði skulu gæta sameiginlegra hagsmuna nemenda gagnvart yfirvöldum skólans og gera grein fyrir störfum sínum á nemendafélagsfundum ef fram á það er farið.

XXIV. Vantraust

24.1      Ef meiri hluti stjórnar nemendafélagsins eða ¼ hluti félagsmanna lýsir yfir vantrausti á embættismanni skal formaður NME boða til nemendafundar innan viku. Á þeim fundi skulu forgöngumenn vantrauststillögunnar rökstyðja mál sitt og viðkomandi embættismanni gefinn kostur á að verja sig. Með leynilegri kosningu er síðan ákveðið hvort sá hinn sami verði vikið úr starfi.

 

24.2       Ef vantrausti á formann NME er lýst yfir skal fjármálastjóri sjá um að boða fundinn.

 

24.3      Ef niðurstaða kosninga verður brottrekstur embættismanns skal stjórn NME skipa annan í embættið til næstu kosninga og fara eftir kosningum frá síðasta ári (sá sem var í öðru sæti). Ef embættismaðurinn sem vikið var úr starfi var einn í framboði, skal staðan vera auglýst laus í viku og kosið verður nýjan, með leynilegri kosningu

 

24.4      Ef formanni nemendafélagsins er vikið úr starfi skal varformaður taka við og efnt skal til kosninga um varaformannsembættið fram að næstu aðalkosningum, inna tveggja vikna.

 

 

XXV. Gildi laganna, refsiákvæði og vafaatriði.

25.1      Rísi upp vafaatriði varðandi túlkun laga þessara skal lagabreytingar nefnd skera úr.

25.2      Telji einstakir nemendur að lög þessi séu brotin geta þeir kært til lagabreytingarnefndar, sem kallar þá saman fund þar sem málið er rætt og lagabreytingarnefnd sker úr. Ef kæran beinist gegn einstökum embættismanni skal hún hljóta sömu meðferð og vantraustsyfirlýsing eins og hún bærist frá 1/4 hluta félagsmanna sbr. grein 23.1. Það skal þó aðeins gert ef lagabreytingarnefnd telur ástæðu til.

25.3      Stjórn hefur heimild til að leiðrétta stafsetningar-, málfars-, tilvísunar- og innsláttvarvillur í lögum þessum án þess að bera þær breytingar upp fyrir aðalfund enda breytist ekki merking viðkomandi greina.

 

Samþykkt á aðalfundi 15. maí 2018.

Lög NME

 1. Almenn ákvæði

1.1         Félagið heitir Nemendafélag Menntaskólans á Egilsstöðum og er skammstafað NME.

1.2         Varnarþing þess er í Egilsstaðabæ, Suður-Múlasýslu.

1.3         Allir sem stunda reglulegt nám í Menntaskólanum á Egilsstöðum geta verið félagar í NME og greiða þeir félagsgjald eins og lög um framhaldsskóla kveða á um hverju sinni. Félagsgjöld skulu ákveðin á aðalfundi að vori sbr. kafla XX. Þeir sem ekki greiða félagsgjöld til NME hafa afsalað sér rétti á fríðindum sem og afsláttum og ferðum á vegum undirfélaga/klúbba þess.

1.4         Tilgangur félagsins er að halda uppi og efla fjölbreytta félagsstarfsemi í skólanum með virkri þáttöku nemenda. Félagið skal efla samheldni félagsmanna sinna og félagsþroska.

1.5         Félagið skal gæta hagsmuna félagsmanna sinna gagnvart skólayfirvöldum og ráðuneyti og leitast við að virkja nemendur til baráttu fyrir hagsmunum sínum. Nemendaráð skal hafa þetta að leiðarljósi í starfi sínu.

1.6         Skráðir meðlimir NME fá ekki greitt í peningum fyrir hvers konar störf sem tengjast eða eru í þágu NME. Undanþága er þó gerð í dyravarðastörfum.

 1. Nemendaráð

2.1         Nemendaráð skipa 11 einstaklingar: Formaður, varaformaður, fjármálastjóri, meðstjórnandi, skemmtanastjóri, ritstjóri skólablaðsins og formenn stærstu félaganna; formaður ÍME, formaður LME, formaður MME, formaður TME ásamt nýnemafulltrúa.

2.2         Formaður, varaformaður, fjármálastjóri, meðstjórnandi og skemmtanastjóri mynda framkvæmdastjórn sem fer með daglegan rekstur félagsins og má taka skammtíma ákvarðanir í samvinnu við aðra meðlimi nemendaráðsins.

2.3         Nemendaráðið skal gæta þess að lögum félagsins sé framfylgt, þá skal það miðla upplýsingum til félagsmanna sinna um þær ákvarðanir sem það tekur, svo fremi að eigi sé um trúnaðarmál að ræða.

2.4         Ráðið skal halda fundi oft sem þurfa þykir, þó að lágmarki vikulega. Formaðurinn skal semja dagskrá fyrir fundi ráðsins og má hann leita til framkvæmdarstjórnar með það. Fundur telst aðeins gildur ef meirihluti nemendaráðs situr fundinn.

III. Störf innan nemendaráðsins

3.1         Formaður nemendaráðs:
a) Kallar saman nemendaráð og miðstjórn og stjórnar fundum.
b) Er fulltrúi og svaramaður nemenda út á við og gagnvart yfirvöldum skólans.
c) Hefur úrslitaatkvæði á fundum nemendaráðs, lendi atkvæði á jöfnu.
d) Er skólaráðsfulltrúi og aðalfulltrúi nemenda í skólanefnd.
f) Ætlast er til þess við skólayfirvöld að þau veiti honum leyfi til fjarvista úr kennslu eins og embættið krefst. Einnig er til þess mælst við skólayfirvöld að þau veiti honum allt að 5 einingar á önn vegna krefjandi starfa á vegum NME. Formaður ákvarðar í samráði við skólastjórn og formenn undirfélaga einingafjölda fyrir störf á vegum NME.

3.2         Varaformaður nemendaráðs:
a) Er ritari á fundum.
b) Skal sjá um skráningu allra funda. Fundargerð hvers fundar skal birta eigi síðar en degi eftir að fundur fer fram, þar sem allir meðlimir nemendaráðsins geta nálgast hana. Auk þess skal hann halda annál yfir atburði skólalífsins. Þessu skal hann koma til varðveislu á bókasafni skólans ásamt því að varðveita þetta á rafrænu formi.
c) Skal sjá um varðveislu allra innsendra bréfa og annars konar skilaboða og ber ábyrgð á að þeim sé svarað.
d) Varaformaður skal sjá til þess að allar fundargerðir ársins verði varðveittar á rafrænu formi.
e) Liggi svo við að formaður láti af störfum á haustönn er varaformaður sjálfkjörinn formaður. Biðjist hann undan skal efla til kosninga í varaformannsembættið.

3.3         Fjármálastjóri nemendaráðs:
a) Hefur yfirumsjón með fjármálum félagsins í samvinnu við fjármálastjóra skólans.
b) Er ábyrgðarmaður fyrir korti nemendafélagsins og skal sjá til þess að öllum nótum sé skilað inn.
b) Hefur rétt til þess að skoða fjárhag klúbba telji hann þörf á. Þá er gjaldkerum klúbba skylt að veita fjármálastjóra ráðsins aðgang að öllum gögnum varðandi reikningshald.
c) Fjármálastjóri skal sjá til þess að allir reikningar séu gerðir upp og skal hann gera yfirlit yfir árið og verja það á aðalfundi að vori.
d) Gott er að hann hafi lokið áfanga í tölfræði.

3.4         Meðstjórnandi nemendaráðs:

 1. a) Skal vera tilbúinn að ganga í öll tilfallandi verk innan nemendaráðsins.
 2. b) Er ábyrgur fyrir nemendakortunum.
 3. b) Sér um allar auglýsingar sem koma frá nemendaráðinu.
 4. c) Sér um að halda samskiptamiðlum nemendaráðsins gangandi, þar á meðal heimasíðu félagsins.

3.5         Skemmtanastjóri nemendaráðs:
a) Skal sjá um skemmtanahald, þ.e.a.s. skipulag og framkvæmd í samstarfi við klúbba, nefndir og framkvæmdastjórn félagsins.
b) Hefur yfirumsjón með öllum dansleikjum skólans sem og skemmti- og skreytinefnd árshátíðar.
c) Er ábyrgur fyrir skemmtikröftum, skemmtanaleyfum, húsnæðismálum, dyravörðum og þess háttar á skemmtunum nemendafélagsins.
d) Ef ósamræði kemur upp í skipulagningu á skemmtunum NME hafa Formaður, Skemmtanastjóri og Fjármálastjóri úrslita atkvæði á milli sín.
e) Skal halda aðalfund fyrir skemmtinefnd í byrjun hvers skólaárs og skipa þar nefnd ef áhugi liggur fyrir.

 • Ritstjóri skólablaðsins situr í nemendaráði en um starf hans er fjallað í kafla IX.
 • Formaður íþróttafélagsins situr í nemendaráði en um starf hans er fjallað í kafla
 • Formaður málfundafélagsins situr í nemendaráði en um starf hans er fjallað í kafla X.
 • Formaður leikfélagsins situr í nemendaráði en um starf hans er fjallað í kafla XI.
 • Formaður tónlistarfélagsins situr í nemendaráði en um starf hans er fjallað í kafla XII.

3.11      Nýnemafulltrúi
a) Er kosinn af nýnemum á haustönn og skal gæta hagsmuna nýnema í skólanum og hlusta á raddir þeirra.
b) Hann skal sæta sérstakri vígslu inn í nemendaráðið til þess að sýna að hann sé starfsins verðugur.

III. Eignir félagsins, eignavarsla

3.1         Nemendaráð sér um eigna- og tækjavörslu í samráði við klúbba.

 1. Önnur embætti félagsins

4.1         Nemendaráð skal skipa:

 1. a) Þrjá fulltrúa í lagabreytingarnefnd.
 2. b) Annan fulltrúa nemenda í skólanefnd, hinn er formaður í samræmi við grein 3.1 lið d)

  c) Fulltrúa nemenda í skólaráð, hinn er formaður í samræmi við grein 3.1 lið d)

 3. Aðalfundur, nemendafundir

5.1         Aðalfundur er æðsta vald félagsins og skal hann haldinn einu sinni á kjörtímabili stjórnar, eigi fyrr en 3 vikum fyrir seinasta kennsludag. Skal fráfarandi stjórn leitast við að aðstoða hina nýkjörnu stjórn í starfi ef hún óskar þess.

5.2         Helstu aðalfundarstörf að vori eru:

 1. a) Kosning fundarstjóra og ritara.
 2. c) Skýrsla stjórnar.

  d) Umræður og kosningar um nemendafélagsgjöld á komandi vetri sbr. kafla XVII.

5.3         Aðalfund skal auglýsa með minnst viku fyrirvara.

5.5         Nemendaráði er skylt að halda nemendafundi innan þriggja daga ef 1/10 hluti félagsmanna óskar þess.

5.6         Á nemendafundum ræður einfaldur meirihluti úrslitum í öllum málum nema þeim sem varða lagabreytingar sbr. grein 16.4. Fundur telst löglegur ef 5% félagsmanna mætir á hann, ef ekki mætir tilskilinn lágmarksfjöldi skal fundi frestað um minnst þrjá daga og nemendaráði falið að boða fundinn.

5.7         Ef óánægja er með samþykkt fundarins getur 1/4 hluti félagsmanna farið fram á allsherjaratkvæðagreiðslu um tiltekna samþykkt fundarins og skal atkvæðigreiðslan vera leynileg. Krafan um atkvæðagreiðslu verður að hafa borist fundarstjóra innan 3 daga frá fundarslitum. Um aðalfundi og nemendafundi gilda að öðru leyti almenn fundarsköp.

 1. Kosningar

6.1         Aðalkosningar að vori skulu fara fram eigi síðar en 15 kennsludögum fyrir próf á vorönn sbr. grein 6.7. Um aðalkosningar að vori sér kjörstjórn sbr. kafla VIII, en um aðrar kosningar sér nemendaráð, nema annað sé ákveðið á almennum nemendafundi.

6.2         Í aðalkosningum að vori er kosið á milli einstaklinga og skal hver frambjóðandi hafa hvorki meira né minna en 20 meðmælendur innan nemendafélagsins. Listum með nöfnum og kennitölu meðmælanda skal skila til kjörstjórnar áður en framboðsfrestur rennur út og teljast þá framboð vera lögleg. Allar kosningar eru leynilegar. Áróður á kjörstað er með öllu óheimill.

6.3         Allir félagar í NME hafa jafnan kosningarétt og kjörgengi í aðalkosningum að vori og aukakosningum í laus embætti.

6.4         Framboðum til aðalkosninga að vori skal skila til kjörstjórnar fyrir kl. 15:50 tveimur dögum fyrir framboðsfund.

Kjörstjórn skal innan sólarhrings eftir að framboðsfrestur rennur út birta lista yfir frambjóðendur. Um aðrar kosningar gilda þær reglur að framboðum skuli skila minnst einum degi fyrir framboðsfund.

6.5         Ef embættismaður getur ekki sinnt störfum og biðst lausnar skal nemendaráð skipa annan í hans stað þar til næstu kosningar hafa farið fram.

6.6         Aðalkosningar fara fram að vori, ekki síðar en viku fyrir seinasta kennsludag. Úrslit skulu birt á vorgleði. Þá er kosið í eftirfarandi embætti:

 1. a) Formann nemendaráðs
 2. b) Ritara nemendaráðs (varaformann)

  c) Fjármálastjóra nemendaráðs. Hann skal hafa lokið áfanga í tölfræði og/eða hafa þekkingu á excel. Gera má undartekningu ef þörf krefst.

 3. d) Ritstjóra skólablaðs
 4. e) Skemmtanastjóra

  f) Meðstjórnanda
 5. g) Formann ÍME
 6. h) Formann LME
 7. i) Formann MME
 8. j) Formann TME

6.7         Ef eitthvað af þeim embættum sem getið er í grein 6.6 losnar, skal nemendaráð boða til kosninga í það embætti hið fyrsta, að undanskildum embættum g) til j) í grein 6.7. Í þeim embættum skal varaformaður sem kosinn er á aðalfundi viðkomandi félagsi taka við sé hann til staðar. Ef svo liggur ekki við skal boða til kosninga.

6.8         Fulltrúi nýnema og SÍF-ari eru kosnir í kosningum að hausti og skulu þær kosningar fara fram eigi síðar en tveimur vikum eftir að skóli hefst.

6.9         Ef aðeins eitt framboð kemur fram er frambjóðandi sjálfkjörinn ef hann hlýtur meira en 1/2 greiddra atkvæða. Hljóti frambjóðandi minna en 1/2 greiddra atkvæða skal kjörstjórn boða til aukakosninga sem skulu fara fram eins fljótt og auðið er. Framboðsfrestur vegna þessara kosninga rennur út 3 dögum fyrir þær. Úrslit úr þessum kosningum teljast vera endanleg.

6.10      Ef ekki fást framboð í öll embætti er nemendaráði heimilt að skipa menn í þau störf með samþykki viðkomandi.

6.11      Kjörtímabil hvers embættismanns er eitt ár frá kosningu. Endurkjör er heimilt.

VII. Klúbbar og félög innan NME

7.1         Öllum meðlimum NME er frjálst að stofna klúbba og félög undir NME og eru þeir eindregið hvattir til þess.

7.2         Innan hvers klúbbs skulu meðlimir skipa fulltrúa klúbbsins sem er þá svaramaður hans gagnvart nemendaráði.

7.3         Nemendaráð skal halda fundi í byrjun hverrar annar með fulltrúum klúbbanna, þar sem starfsemi þeirra er kynnt. Ætlast er til þess af nýnemum að þeir sæki kynningarfundi þessa.

7.4         Forsvarsmenn klúbba skulu leita til fjármálastjóra NME til að fá fjárveitingar fyrir stökum útgjaldaliðum.

7.5         Félög innan NME eru sjö. Íþróttafélag ME (ÍME), Leikfélag ME (LME), Tónlistarfélag ME (TME), Málfundarfélag ME (MME), Femínistafélag ME (FeME), Bindismannafélag (BME), Hinseginfélag ME (Kindsegin-HME)

7.6         Þessi félög hafa sérstakan fjárhag og eru styrkt úr nemendasjóði gegn því að þau skili inn fjárhagsáætlun.

7.7         Klúbbum NME er skylt að fjármagna starfsemi sína eftir fremsta megni og skal það renna í sjóð klúbbsins.

7.8         Til samræmingar á starfi nefnda og ráða innan NME og til að fyrirbyggja árekstra milli þeirra skal vera starfrækt miðstjórn innan félagsins, í henni skulu eiga sæti, auk nemendaráðs, fulltrúar hinna ýmsu ráða og nefnda innan NME. Miðstjórn skal halda fund í byrjun hverrar spannar.

VIII. Bindindismannafélagið
8.1 Nafn: Bindindismannafélag Menntaskólans á Egilsstöðum
8.2 Markmið félagsins er að sporna við ótímabærri og óhóflegri áfengis-, tóbaks- og fíkniefna neyslu nemenda skólans, og forða þar með ungmennum frá því að eyða lífinu við altari Bakkusar, þar sem villuljósin loga og falsvitar brenna. Þar að auki standa fyrir fræðslu.

 • Inntaka félagsmeðlima, skyldur og réttindi

8.3.1 Einstaklingur sem hyggst verða fullgildur meðlimur í BME* þarf að uppfylla eftirfarandi kröfur:

 • Neyta ekki tóbaks, áfengis eða fíkniefna.
 • Ef á að koma úr afeitrun, þarf einstaklingur að hafa verið allsgáður í að minnsta kosti einn tunglsgang.

8.3.2 Ef meðlimur neytir tóbaks, áfengis eða vímuefni þá er hann tafarlaust vikið úr félaginu.
8.3.3 Ef fyrrverandi meðlimur hyggst ganga aftur á gæfu vegi og ganga í félagið á ný þarf hann að bíða í hálft ár frá brottrekstri.

 • Skyldur félagsmanna
  4.1 Að framfylgja þeim kröfum sem þarf til að ganga inn í félagið. Einnig þurfa meðlimir BME að vera edrú á öllum skóladansleikjum og fara í edrú pottinn.
 • Fundir

8.5.1 Aðalfundur BME þarf að vera haldinn á fyrstu spönn hvers skólaárs.
8.5.2 Á aðalfundum skal kjósa nýja stjórn og fara yfir lagabreytingar

8.5.3 Fundir annan hvern mánuð
8.5.4 Stjórn fundar einu sinni í mánuði (stjórnin fundar einu sinni sér og einu sinni með félaginu á tveggja mánuða skeiði)

 • Stjórn
  6.1 Stjórnin skal skipa í embætti: formann, varaformann, fræðslufulltrúa, vímuefnabana og skjalavörð/gjaldkera.
  8.6.2 Skylda formanns er að sjá um fundi, fundardagskrá og fundarstjórn, sjá um opinber störf félagsins og brottrekstur félagsmeðlima.
  8.6.3 Skylda varaformanns er að vera ritari og ganga í störf formanns ef hann er frá.

8.6.6Skylda skjalavarðar/gjaldkera er að sjá um allt bókhald tengt félaginu t.d. fjárhag, skjalageymslu og fl.

8.7 Lagabreytingar
8.7.1 Lagabreytingar þurfa að eiga sér stað og koma fram á fundum
8.7.2 Lagabreytingar byrja sem frumvörp á fundi, breytingin rökrædd og síðan kosið.
8.7.3 Lagabreytingin þarf að hljóta meirihluta atkvæða. Formaður sker út úr ef kosning kemur út á jöfnu.

 1. Ritnefnd.

9.1         Í ritnefnd situr ritstjóri ásamt 4-6 öðrum meðstjórnendum sem kosnir eru á aðalfundi félagsins að hausti. Ritstjóri situr jafnframt í nemendaráði.

9.2         Ritstjóri ákveður hvaða embætti eru í ritnefndinni hverju sinni en á meðal þeirra skulu vera gjaldkeri, auglýsingastjóri, greinastjóri og uppsetningarstjóri.

9.3         Skólablaðið Ókindin skal gefið út a.m.k. einu sinni á skólaári.

9.4         Öllum félagsmönnum NME er heimilt að rita í blaðið en ritstjóri hefur þó heimild til að hafna þeim greinum sem hann sér ekki ástæðu til að birta.

9.5         Ritstjórn skal afhenda varaformanni NME að minnsta kosti þrjú eintök af hverri útgáfu blaðsins til varðveislu.

9.6         Ávallt skal leitast við að hafa efni blaðsins sem fjölbreyttast.

9.7         Ritstjóri er ábyrgðarmaður blaðanna gagnvart dómstólum. Ritnefndin skiptir að öðru leyti með sér verkum, ákveður efni blaðanna og ber ábyrgð á að þau komi út á réttum tíma.

9.8         Ritnefnd skal setja sér siðareglur og leitast við að vera góð fyrirmynd fyrir nemendafélagið út á við.

 1. Málfundafélagið (skammstafað MME)

Formaður málfundafélags NME er kosinn í aðalkosningum nemendafélagsins að vori. Skipa skal þriggja til fimm manna stjórn á aðalfundi félagsins að hausti ef áhugi er fyrir höndum. Starf MME skal fólgið í því að vekja áhuga félagsmanna nemendafélagsins á MORFÍs og Gettu Betur og sjá til þess að lið skólans séu skipuð. Formaður MME skal starfa með liðsmönnum ræðuliðs og Gettu Betur liðs skólans og öðrum Málfundafélagsmönnum ef áhugi er fyrir. Málfundafélagið skal standa fyrir ræðunámskeiði og innanskóla spurningakeppni sem nefnist ME-svar ásamt því að standa fyrir málfundi a.m.k. einu sinni á skólaári.

 1. Leikfélagið (skammstafað LME)

6.1         Formaður leikfélags NME er kosinn í aðalkosningum nemendafélagsins að vori.

6.2         LME skal standa fyrir að minnsta kosti einni leiksýningu á skólaári.

6.3        Formaður LME skal halda aðalfund að hausti fyrir alla þá sem hafa áhuga á að taka þátt í starfi LME. Þar skal kosin 3 -5 manna stjórn sem kemur að öllu starfi LME og þá sérstaklega leikritinu.

6.4         Formaður LME skal standa fyrir leiklistarnámskeiði ef að næg þáttaka og áhugi er fyrir því.

6.5         Samningur við leikstjóra og vegna leigu húsnæðis skal vera gerður í samráði formanns LME og skólameistara.

XII. Tónlistarfélagið (skammstafað TME)
7.1         Formaður tónlistafélags NME er kosinn í aðalkosningum nemendafélagsins að vori.
7.2      Hann skal sjá til þess að Barkinn verði haldinn og góðgerðartónleikar þar að auki.

 

7.2         Formaður TME skal halda aðalfund að hausti fyrir alla þá sem hafa áhuga á að taka þátt í starfi TME og skipa 3 -5 manna stjórn sem kemur að öllu starfi TME.

XIII. Íþróttafélagið (skammstafað ÍME)

8.1         Formaður íþróttafélags NME er kosinn í aðalkosningum nemendafélagsins að vori.

8.2        Formaður ÍME skal halda aðalfund ÍME að hausti. Þar skal hann leitast við að vekja áhuga fólks á starfinu og marka útlínur að því hvernig starfinu verður háttað. Ef áhugi er fyrir hendi skal skipuð stjórn.

8.3         Formaður ÍME hefur yfirumsjón yfir íþróttastarfi á vegum NME í skólanum. Hann skipuleggur kvöldtíma í íþróttahúsinu og sér um að halda einn stóran íþróttaviðburð á hverri spönn, t.d. Bæjarinsbestu, sem er keppni milli bæjarfélaga nemenda ME, og Áramót, sem er keppni milli árganga ME. Metamót, keppni milli árganga ME í óhefðbundum íþróttum og leikjum, eru einnig á ábyrgð fulltrúa ÍME.

XIV. Femínistafélagið (skammstafað FeMEn)

Femínistafélag ME skal stuðla að jafnrétti milli kynjanna innan nemendafélagsins. Stjórnarmeðlimir FeME skulu vera fimm talsins hverju sinni, kosnir að hausti á aðalfundi FeME. Þá eru fimm aðilar kosnir í stjórn með lýðræðislegri kosningu aðalfundargesta, svo skal stjórnin sín á milli kjósa í störf formanns og varaformanns. Þá skal skipað í störf ritara, framkvæmdastjóra og meðstjórnanda félagsins af stjórninni. FeME skal halda úti facebook hóp sem vettvang fyrir umræður um jafnréttismál og er skal stjórnin leitast við að hafa virkar umræður þar.

 1. Kjörstjórn

15.1      Í kjörstjórn eiga sæti 3 einstaklingar skipaðir af nemendaráði. Þar af skal vera að minnsta kosti einn fráfarandi aðili úr nemendaráði.

15.2      Fulltrúar í kjörstjórn skulu gæta fyllsta hlutleysis og mega ekki eiga þátt í neinu framboði á einn eða annan hátt.

15.3      Kjörstjórn sér um framkvæmd aðalkosninga að vori. Kjörstjórn sér um að auglýsa kjördag og framboð og að kosningar fari löglega fram. Um aðrar kosningar sér nemendaráð nema annað sé ákveðið.

15.4      Kjörstjórn sér um að taka á móti framboðum.

15.5      Framboðum skal skila til kjörstjórnar tveimur dögum fyrir aðalkosningar. Framboðum vegna annarra kosninga skal skila til nemendaráðs eigi síðar en einum degi fyrir kosningar.

15.6      Kjörstjórn skal halda einn almennan kosningafund með frambjóðendum áður en aðalkosningar hefjast. Hann skal haldinn í sömu viku og aðalkosningar. Fyrir aðrar kosningar skal nemendaráð halda minnst einn kosningafund tveim dögum áður en þær fara fram.

15.7      Kjörstjórn telur atkvæði í aðalkosningum að vori. Úrslit skulu tilkynnt á vorgleði sömu viku og skal nýtt nemendaráð hefja undirbúning en fráfarandi nemendaráð skal starfa út skólaárið. Ef atkvæði falla jöfn skal endurkjósa eftir aukakosningafund. Aukakosningar skulu fara fram 5 dögum eftir kosningar og skulu vera í höndum kjörstjórnar eða nemendaráðs þegar það á við. Falli atkvæði aftur jöfn í aukakosningum skal hlutkesti ráða.

15.8      Frambjóðendum er heimilt að vera viðstaddir talningu atkvæða ef þeir óska eftir því.

XVI. Viðburðir nemendafélagsins

16.1      Fyrir stórhátíðir nemenda skal nemendaráð skipa þriggja til fimm manna nefnd með samþykki viðkomandi a.m.k 4 vikum fyrir hátíðina. Skemmtanastjóri skal vera formaður þessara nefnda. Heimilt er að efna til framboða meðal nemenda ef þörf krefur.

16.2      Böll skulu vera haldin að minnsta kosti 5 sinnum á skólaári.

16.3      Allur ágóði af hátíðum þessum skal renna til nemendafélagsins.

XVII. Nýnemavígsla

17.1      Nýnemavígslan skal haldin fyrir nýnemaball að hausti.

 1. 2 Nemendaráðið skal sjá um skipulagningu hennar.

17.3      Hún skal fara eftir reglum hinnar heilugu kindar (Ovium Sanctarum)

17.4      Hún skal vera háleynileg og ekki má gefa upp hvað fer fram í henni.

 

XVIII. Vorgleði

18.1      Vorgleði skal haldin að vori innan við viku eftir að kosningar fara fram og er hennar markmið að koma félagsmönnum í sumargírinn.

18.2      Nemendaráðið hefur frjálsar hendur við útfærslu hennar.

18.3      Þar skal kynna úrslit nemendaráðskosninga.

XIX. Fríðindi.

19.1      Stjórn NME fær frítt inn á allar skemmtanir innan NME.

19.2      Hinar ýmsu stjórnir og skemmtikraftar fá frítt eða afslætti inn á þær skemmtanir sem haldnar eru á þeirra vegum svo framarlega sem það er hægt.

19.3      Afslættir og frímiðar eru ávalt ákveðnir í samráði við nemendaráðið.

 1. Lagabreytingarnefnd.

20.1      Nemendaráð skipar þrjá fulltrúa í lagabreytingarnefnd. Nefndin endurskoðar lög nemendafélagsins og gerir tillögur til breytinga ef þurfa þykir.

20.2      Lagabreytinganefnd skal kynna tillögur sínar á aðalfundi og eru þar greidd atkvæði um þær.

20.3      Einstaklingar geta einnig flutt lagabreytingartillögur á almennum nemendafundi og/eða aðalfundi.

20.4      Til breytinga á lögum þessum þarf 2/3 greiddra atkvæða, hvort sem um er að ræða aðalkosningar, aðalfund eða almennan nemendafund.

XXI. Félagsgjöld.

21.1      Allir félagar í NME greiða félagsgjöld sem nemendur ákveða á aðalfundi að vori. Á þeim fundi skulu koma fram tillögur frá nemendaráði um upphæð félagsgjalda.

21.2      Nemendaráð skal koma niðurstöðu fundarins til skólastjórnar. Þeim tillögum skal einnig fylgja bráðabirgðauppgjör fyrir þann hluta af skólaárinu sem liðinn er ásamt reikningum seinasta skólaárs.

21.3      Félagsgjöld NME skulu innheimt á sama hátt og önnur skólagjöld.

XXII. Skólanefnd

22.1      Í skólanefnd situr formaður nemendaráðs sem áheyrnarfulltrúi. Hann er fulltrúi nemenda.

22.2      Fulltrúi nemenda í skólanefnd skal leitast við að gæta sameiginlegra hagsmuna nemenda á skólanefndarfundum. Hann skal gera grein fyrir störfum sínum á almennum fundum ef fram á það er farið nema þeim er varða þagnaskyldu sem hann er bundinn af í trúnaðarmálum. Um starfssvið skólanefndar er fjallað í lögum og reglugerðum um framhaldsskóla sem menntamálaráðuneytið setur.

XXIII. Skólaráð

23.1      Í skólaráði sitja fulltrúi nemenda, formaður nemendaráðs og annar fulltrúi skipaður af nemendaráði. Nemendur leiti til þeirra með hin ýmsu mál sín og eru þeir báðir bundnir þagnarskyldu.

23.2      Fulltrúar nemenda í skólaráði skulu gæta sameiginlegra hagsmuna nemenda gagnvart yfirvöldum skólans og gera grein fyrir störfum sínum á nemendafélagsfundum ef fram á það er farið.

XXIV. Vantraust

24.1      Ef meiri hluti stjórnar nemendafélagsins eða ¼ hluti félagsmanna lýsir yfir vantrausti á embættismanni skal formaður NME boða til nemendafundar innan viku. Á þeim fundi skulu forgöngumenn vantrauststillögunnar rökstyðja mál sitt og viðkomandi embættismanni gefinn kostur á að verja sig. Með leynilegri kosningu er síðan ákveðið hvort sá hinn sami verði vikið úr starfi.

 

24.2       Ef vantrausti á formann NME er lýst yfir skal fjármálastjóri sjá um að boða fundinn.

 

24.3      Ef niðurstaða kosninga verður brottrekstur embættismanns skal stjórn NME skipa annan í embættið til næstu kosninga og fara eftir kosningum frá síðasta ári (sá sem var í öðru sæti). Ef embættismaðurinn sem vikið var úr starfi var einn í framboði, skal staðan vera auglýst laus í viku og kosið verður nýjan, með leynilegri kosningu

 

24.4      Ef formanni nemendafélagsins er vikið úr starfi skal varformaður taka við og efnt skal til kosninga um varaformannsembættið fram að næstu aðalkosningum, inna tveggja vikna.

 

 

XXV. Gildi laganna, refsiákvæði og vafaatriði.

25.1      Rísi upp vafaatriði varðandi túlkun laga þessara skal lagabreytingar nefnd skera úr.

25.2      Telji einstakir nemendur að lög þessi séu brotin geta þeir kært til lagabreytingarnefndar, sem kallar þá saman fund þar sem málið er rætt og lagabreytingarnefnd sker úr. Ef kæran beinist gegn einstökum embættismanni skal hún hljóta sömu meðferð og vantraustsyfirlýsing eins og hún bærist frá 1/4 hluta félagsmanna sbr. grein 23.1. Það skal þó aðeins gert ef lagabreytingarnefnd telur ástæðu til.

25.3      Stjórn hefur heimild til að leiðrétta stafsetningar-, málfars-, tilvísunar- og innsláttvarvillur í lögum þessum án þess að bera þær breytingar upp fyrir aðalfund enda breytist ekki merking viðkomandi greina.

 

Samþykkt á aðalfundi 15. maí 2018.

 

 

%d bloggers like this:
search previous next tag category expand menu location phone mail time cart zoom edit close